Síðastliðinn þriðjudag gerðu íbúar Hraunbúða sér glaðan dag í tilefni goslokahátíðarinnar og var kokteilapartý í gangi er blaðamaður Tíguls kíkti við. Hafdís Víglundsdóttir sá um að skemmta íbúum og starfsfólki með söng og skemmtu sér allir konunglega. “Við ákváðum að gleðja fólkið okkar og mér sýnist allir var sáttir og glaðir með þetta,“ sagði Sonja Andrésdóttir. En það er nóg framundan, Hollvinasamtök Hraunbúða munu bjóða upp á tvenna tónlistviðburði í vikunni þar sem Silja Elsabet og Helga syngja nokkur lög og Eyvi Kristjáns mætir með gítarinn.
Hér eru nokkrar myndir úr partýinu.