Það var stuð og stemning á konukvöldi Geisla í gærkvöldi, mjög vel að þessu staðið eins og undanfarin ár. Glæsilegar tískusýningar frá Smart og AxelÓ, kynningar frá Einsa Kalda, Mandala, Ozio, heildsölunni Karl Kristmanns og Heilsueyjunni. Stútfullt af tilboðum frá öllum þessum aðilum. Enn er hægt að nýta sér afslættina í Geisla í dag, Smart og Heilsueyjunni fram á laugardag. Mandala eru með kaupauka þegar keypt er fyrir meira en 5000 kr. á meðan að birgðir endast.
Helga Krisín Kolbeinsdóttir var kynnir köldsins, Sæþór Vídó spilaði að sinni snilld á gítar og söng fyrir konurnar. Síðast en alls ekki síst þá var RISA lukku pottur með svakalegum vinningum frá öllum þeim fyrirtækjum sem voru á staðnum auk frá söluaðilum sem Geisli er með umboð frá.
Takk fyrir flott kvöld Geisli.
Getur notað pílurnar til að fletta











































































