11.03.2020
Þegar komið er inná forsíðu síðunnar kemur þessi texti fyrir sjónir:
Íslenskur menningararfur er innblástur hönnunar þjónustumiðstöðvanna. Stöðvarnar verða opnar allan sólarhringinn og bjóða upp á hleðslustöðvar fyrir bíla og raftæki, sjálfsalaverslanir með fjölbreyttu vöruúrvali, sjálfhreinsandi salerni, gagnvirk upplýsingaborð, upplýsinga- og auglýsingaskjái, markað með handverki úr héraði, leiksvæði, sjónauka og fleira.
Þá verða ruslagámar við stöðvarnar þar sem hægt verður að losa rusl til endurvinnslu, húsbílar og rútur geta losað salernisúrgang og camper ferðafólki boðið velkomið að leggja á sérmerktum bílastæðum gegn gjaldi þar sem grill- og þvottaaðstaða verða til afnota.
Tígull heyrði í Sveini Waage, sem er markaðstjóri Svarsins og umsjónamaður verkefnisins í hádeginu og var okkar fysta spurning að sálfsögðu hvenær áætlað væri að byrja á byggingunni. Sveinn sagði að ekki verði farið af stað fyrr en full fjármögnun myndi vera komin og eru þau hjá Svarinu á fullu að klára það verkefni. Eins og staðan er í dag vegna Covied-19 er smá lægði í augnablikinu en höfum fulla trú á því að þegar þetta er gengið yfir þá mun allt fara á fullt í ferðaþjónustunni eins og ríkistjórnin er búin að lofa þá munu þau fara í öfluga markaðsherferð fyrir Ísland sem mun koma öllu á rétta braut aftur.
Nýja síðan www.laufey.org