20.02.2020
Gott var með opnunarpartý í kvöld eftir miklar breytingar.
Byggt var við veitingastaðinn og tekur salurinn því mun fleiri í sæti og hefur staðurinn stækkað um meira en helming.
Staðurinn er innréttaður af Berglindi eiganda staðarins en staðurinn er með blöndu af gömlu og nýju.
Vel var mætt og voru veglegar veitingar í boði.
Tígull óskar Sigga og Berglindi innilega til hamingju með stórglæsilegan stað.