Glæsileg lokaverkefni hjá 10. bekk GRV – myndir

Lokaverkefni er eitt af útskriftaverkefnum GRV sem 10. bekkur skilar af sér í lok annar

Frá árinu 2016 hafa nemendur í 10. bekk fengið tækifæri til að vinna viðamikið rannsóknarverkefni á vorönn. Verkefnið er áhugasviðstengt. Það er mjög áhugavert og skemmtilegt að skoða hvaða hugmyndir koma upp hjá krökkunum.
Nemendur mynda rannsóknarspurningu og fá tækifæri til að kafa djúpt í leit að svörum. Verkefnið er þverfaglegt og byggist á öflun upplýsinga, úrvinnslu og skilum í fjölbreyttu og mismunandi formi.
Þau halda svo stuttan fyrirlestur fyrir kennara og foreldra í stofum sínum, þar á eftir er farið niður í sal skólans þar sem þau hafa útbúið bása með þema þeirra verkefnis.
,,Það er dásamlegt að sjá nemendur blómstra þessa daga og að sjá hve stoltir þeir eru í lokin og enda skólagöngu sína með breiðu brosi“ segir Ásdís Steinunn Tómasdóttir deildarstjóri unglingasviðs í GRV

Hér að neðan má sjá öll verkefnin og texta inn á myndum þar sem segir hvað verkefnið er.

Til hamingju með flottu verkefnin ykkar, virkilega vel gert.

Bergur, Ingimar og Hafsteinn. Rannsóknarspurning þeirra var: Hvernig hafa orkuskipti bílaflotans verið á Íslandi á þessari öld?
Birkir H. og Helgi Þór (Mikki). Rannsóknarspurnig þeirra var: Hvernig er viðhaldi krossara háttað?
Eddi og Hilmar. Rannsóknarspurning þeirra var: Hvers vegna byrjaði stríðið í Úkraínu 2022?
Herdís, Íva, Berta og Margrét. Rannsóknarspurning þeirra var: Hver er munurinn á því að koma út úr skápnum í litlu eða stóru bæjarfélagi?
Gísli, Kristján og Friðrik. Rannskóknarspurining þeirra var: Hvernig sameinar tónlist fólk?
Egor. Rannsóknarspurning hans var: Hvers vegna byrjaði stríð í Úkraínu 2014?
Auðunn, Bogi og Árni. Rannsóknarspurning þeirra var: Hvaða efnisveitu nota unglingar helst?
Andri, Mikael, Jón Valgarð. Rannsóknarspurning þeirra var: Hvað er kjarnorka?
Jason, Birkir B. og Viggó. Rannsóknarspurning þeirra var: Hvað gerir þig að góðum íþróttamanni?
Wiktoia. Rannsóknarspurning hennar var: Hvernig hafa orkudrykkir áhrif á mannslíkamann?
Magnús, Sigurdís og Kinga (með á myndinni er Nói aðstoðarmaður) Rannsóknarspurning þeirra var: Hvar er D&D, hvernig virkar það og hver er saga þess?
Jenný María og Sara Björt. Rannsóknarspurning þeirra var: Hvaða áhrif hefur símanotkun á unglinga?
Rakel Perla, Sara og Embla. Rannsóknarspurning þeirra var: Hver er mismunur milli kynja í fótbolta?
Þórður og Egill. Rannsóknarspurning þeirra var: Hefur fjöldi uppeldisfélaga hjá fótboltaliðum á Íslandi áhrif á frammistöðu þeirra?
Anna Margrét og Valdís Bylgja. Rannsóknarspurning þeirra var: Hver eru algengustu meiðsli hjá íþróttafólki á Íslandi?
Svea og Karen. Rannsóknarspurning þeirra var: Hvers vegna líta stelpur upp til ákveðinna samfélagsmiðlastjarna?
Hrafnhildur og Helga Björt. Rannsóknarspurning þeirra var: Hver eru langvarandi áhrif eldgossins á Heimaey árið 1973 fyrir fólkið sem bjó í Vestmannaeyjum þegar gaus?

 

Anna Fríða Káradóttir. Rannsóknarspurning hennar var: Samfélagsmiðlar.
Jökull, Gabríel, Hjalti. Rannsóknarspurning þeirra var: Hvernig nýtir fólk helst tölvur og raftæki?

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search