Á fundi fræðsluráðs í gær voru gjaldskrár leikskóla og frístundavers til umræðu
Þriðja árið í röð hefur bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkt að hækka ekki gjaldskrár fyrir þjónustu Vestmannaeyjabæjar við börn.
Gjaldskrár leikskóla og frístundavers haldast því óbreyttar milli ára.
Miðað við önnur sveitarfélög erum við þ.a.l. á góðum stað og sem dæmi eru gjöld frístundavers með þeim lægstu á landinu.
Fræðsluráð fagnar þessari ákvörðun bæjarstjórnar sem er mikilvægur liður í stuðningi við barnafjölskyldur.