Halldór Ben

Gjalddagar fasteignagjalda fyrir apríl og maí frestað til janúar og febrúar 2021

14.04.2020

Frestun gjalddaga fasteignagjalda og útsending greiðsluseðla fyrir apríl og maí
Eins og fram hefur komið í tilkynningu Vestmannaeyjabæjar hefur verið ákveðið að fresta tveimur gjalddögum fasteignagjalda til þess að koma til móts við skertar tekjur fyrirtækja og heimila vegna COVID-19.


Greiðsluseðlar fasteignagjalda fyrir 15. apríl og 15. maí n.k. verða sendir út á réttum tíma og birtast í heimabönkum á næstu dögum, með gjalddögum 15. desember 2020 (vegna aprílmánaðar) og 15. janúar 2021 (vegna maímánaðar). Eindagar umræddra gjalda verða mánuði síðar, þ.e. 15. janúar 2021 og 15. febrúar 2021.

Hægt er að greiða fasteignagjöldin í apríl og maí skv. áður auglýstum gjalddögum (á réttum tíma) ef fyrirtæki eða einstaklingar kjósa svo.

Fasteignagjöld sem eru skuldfærð af greiðslukortum verða send til innheimtu 15. desember og 15. janúar nk. Óski korthafi eftir því að fá þessa tvo gjalddaga senda í heimabanka geta þeir haft samband við Önnu Friðþjófsdóttur, innheimtufulltrúa Vestmannaeyjabæjar í gegnum netfangið anna@vestmannaeyjar.is

Greint er frá þessu á vef Vestmannaeyjabæ.

Forsíðumynd Halldór Ben

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search