Fimmtudagur 8. desember 2022

Gjafir streyma til HSU

06.04.2020

Heilbrigðisstofnun Suðurlands hefur borist fjölda gjafa frá ýmsum aðilum síðustu vikur og eru stjórnendur og starfsmenn HSU óendanlega þakklátir fyrir þennan mikla velvilja í hennar garð.

 • Vinafélag Foss- og Ljósheima gáfu hjúkrunardeildunum á Selfossi 6 hægindastóla með fótahvílu og sjónvarp.
 • Emblurnar og Lions á Selfossi gáfu Foss- og Ljósheimum spjaldtölvur og þráðlaus heyrntól.
 • Soropthimistar á Selfossi gáfu Foss- og Ljósheimum 50.000 kr. í föndurvörur.
 • Nói og Síríus gáfu Foss- og Ljósheimum páskaegg, súkkulaði ofl. og öllum starfsmönnum þar að auki súkkulaði og fleira góðgæti.
 • TRS á Selfossi gáfu Foss- og Ljósheimum senda til að setja upp svo allir væru í góðu netsambandi hvar sem er deildunum.
 • Íslenska húðvörufyrirtækið BIOEFFECT gaf öllum starfsmönnum sem standa í framlínunni við sýnatöku græðandi húðvörur.
 • Dominos Selfossi gaf starfsmönnum pitsur og öllum starfsmönnum á HSU afsátt út apríl.
 • Hótel Selfoss gaf starfsmönnum HSU afslátt á matseðli út apríl.
 • Kaffi krús á Selfossi gefur aflsátt af mat til starfsmanna.
 • Hlölla bátar á Selfossi hafa gefið fría báta til starfsmanna HSU.
 • Ölgerðinni Egill Skallagrímsson öllum deildum og heilsugæslum á HSU fría gosdrykki.
 • G.K. bakarí á Selfossi hefur komið daglega og fært starfsmönnum bakkelsi.
 • Topp útlit gaf gólfmerkingar “Haltu fjarlægð” og “stopp sprittaðu hendurnar” á heilsugæslurnar í Rangárþingi.
 • Bílaleigan Höldur lánaði afnot af 2 bílum í 3 mánuði.
 • Kvenfélag Grímsnehrepps færði HSU peningagjöf sem nýtt var til að kaupa lífsmarkamæli og 2 súrefnismettunarmæla fyrir nýju Covid deildina á Selfossi.
 • Kvenfélagið á Laugarvatni gaf til starfsmanna á Bráða- og slysadeild hægindastól, útvarp, samlokugrill, baunakaffivél ásamt því að gefa 6 nuddtæki sem var einnig fyrir aðrar deildir á Selfossi.
 • Lionsklúbburinn Dynkur í Skeiða- og Gnúpverjahreppi gaf heilsugæslunni í Laugarási styrk til tækjakaupa.
 • Facebookhópurinn Kvenfólk í Eyjum gaf spjaldtölvur, heyrnatól, nuddtæki og blóðþrýstingsmæla á stofnunina í Eyjum.
 • Pitsa 67 í Eyjum gaf starfsmönnum í Eyjum pitsur.
 • KK heildverslun í Eyjum gaf ýmilegt góðgæti.
 • Eyjabakarí hefur sent starfsmönnum í Eyjum bakkelsi.
 • Fyrirtækið Gott í Eyjum kom með mat fyrir starfsmenn stofnunarinnar.
 • Leó seafood í Eyjum gaf stofnunni harðfisk.
 • Vestmannaeyjabær útvegaði aðstöðu, gáma ofl. fyrir sýnatöku.
 • Vigtin Bakús hefur komið með bakkesli upp á spítala.
 • Pítsagerðin hefur gefið heilu máltíðirnar á sambílið.
 • Kráin hefur komið með kvöldmatinn á sambílið einnig.

Á þessum sérstökum tímum er gott að finna allan þennan stuðning og hlýju í garð HSU. Gott að vita að samfélagið allt stendur þétt saman og hjálpast að, bæði í að gleðja sjúklinga og heimilisfólk hjúkrunardeildanna og til létta starfsmönnum lífið.  Þessi fyrirtæki og stofnanir fá okkar bestu þakkir fyrir.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is