25.03.2020
Helga Henrietta Henrysd Åberg afhendi í dag veglegar gjafir til Hraunbúða og HSU
Eins og við sögðum frá í gær í frétt okkar “ Konur í Vestmannaeyjum taka höndum saman og safna fyrir spjaldtölvum fyrir eldri borgara“ þá setti Helga af stað hugmynd að söfnun þann 22. mars og 3 dögum seinna er búið að afhenda Hraunbúðum og HSU 10 stk. spjaldtölvur, 10 stk. heyrnatól, 10 stk. hulstur utan um spjaldtölvurnar, 2 stk. blóðþrýstingsmæla, 2 stk. súrefnismettunarmæla og 7 stk. nuddtæki. Svo er búið að panta max pro hljóðmagnara.
Það er enn verið að skoða hvað vantar í viðbót því enn er til peningur sem mun verða notaður í kaup á því sem vantar. Það er að sjálfsögðu ennþá hægt að leggja söfnunni lið 582-14-545 kt 0710705309 en staðan er sem sé 987.300 kr
Virkilega vel gert Helga og kvenfólk Vestmannaeyja