Miðvikudagur 7. júní 2023

Gíslína færir Krabbavörn í Vestmannaeyjum gjöf

Gíslína Dögg Bjarkadóttir listakona var með bleik grafík verk í tilefni af bleika október til sölu. Hún var með 20 eintök til sölu og fór hluti söluverðsins til Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Myndirnar seldust allar upp og afhendi Gíslína stjórn Krabbavarnar 100.000 krónur í gærdag.

„Þetta gekk mjög vel og seldust myndirnar upp á skömmum tíma. Ég var komin með biðlista ef að einhver myndi hætta við að kaupa, segir Gíslína“. En hún stefnir á að endurtaka þetta að ári þar sem viðtökurnar voru svona góðar.

 

 

Um verkin

Gíslína seldi grafíkverk sem er unnið með tveimur photopolymer plötum.  Hún notaðist við 2 liti, velvet black með smá gylltu í til að fá mjúkan brúnsanseraða lit og antík bleikan.  Allar myndirnar voru afhendar innrammaðar og með gleri með glampavörn og 70% UV vörn. Stærð myndarinnar er 15×15 cm en með rammanum 31×31 cm.

 

Gíslína afhendir hér Siggu Stínu formanni Krabbavarnar gjöfina.

Stjórn Krabbavarnar í Vestmannaeyjum. Frá vinstri: Ingibjörg Andrea Brynjarsdóttir, Margrét Þóra Guðmundsdóttir, Olga Sædís Bjarnadóttir, Kristín Valtýsdóttir, Kolbrún Anna Rúnarsdóttir og Sigurbjörg Kristín Óskarsdóttir.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is