Tói Vídó

Getur maki setið í óskiptu búi án samþykkis barna?

21.04.2020

Í störfum mínum sem lögmaður sl. ár hafa margir verið að velta því fyrir sér hvort að eftirlifandi maki geti setið í óskiptu búi án samþykkis barna.

Óskipt bú felur það í sér að eignum og skuldum hins látna verður ekki skipt milli erfingja heldur tekur eftirlifandi maki við þeim. Heimild til setu í óskiptu búi og um nánari réttaráhrif og takmörk þeirrar heimildar er fjallað um í II. kafla erfðalaga nr. 8/​​1962.

Frumskilyrði heimildar til setu í óskiptu búi er auðvitað að hið langlífara sé maki hins látna. Ef hinn látni átti börn sem ekki eru börn eftirlifandi maka er seta í óskiptu búi háð samþykki stjúpbarna eða eftir atvikum forráðamanna þeirra. Slíkt samþykki þarf hins vegar ekki sérstaklega þegar um er að ræða sameiginleg börn aðila.

Einstaklingar í hjúskap geta tryggt með erfðaskrá heimild eftirlifandi til setu í óskiptu búi. Hafi hinn látni látið eftir sig erfðaskrá þar sem segir að eftirlifandi maka hans sé heimilt að sitja í óskiptu búi með börnum hins látna, á maki rétt á því, án þess að samþykki barna þurfi sérstaklega til að koma.

 

Aníta Óðinsdóttir, lögmaður

Forsíðumynd Tói Vídó

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is