Tói Vídó

Getur maki setið í óskiptu búi án samþykkis barna?

21.04.2020

Í störfum mínum sem lögmaður sl. ár hafa margir verið að velta því fyrir sér hvort að eftirlifandi maki geti setið í óskiptu búi án samþykkis barna.

Óskipt bú felur það í sér að eignum og skuldum hins látna verður ekki skipt milli erfingja heldur tekur eftirlifandi maki við þeim. Heimild til setu í óskiptu búi og um nánari réttaráhrif og takmörk þeirrar heimildar er fjallað um í II. kafla erfðalaga nr. 8/​​1962.

Frumskilyrði heimildar til setu í óskiptu búi er auðvitað að hið langlífara sé maki hins látna. Ef hinn látni átti börn sem ekki eru börn eftirlifandi maka er seta í óskiptu búi háð samþykki stjúpbarna eða eftir atvikum forráðamanna þeirra. Slíkt samþykki þarf hins vegar ekki sérstaklega þegar um er að ræða sameiginleg börn aðila.

Einstaklingar í hjúskap geta tryggt með erfðaskrá heimild eftirlifandi til setu í óskiptu búi. Hafi hinn látni látið eftir sig erfðaskrá þar sem segir að eftirlifandi maka hans sé heimilt að sitja í óskiptu búi með börnum hins látna, á maki rétt á því, án þess að samþykki barna þurfi sérstaklega til að koma.

 

Aníta Óðinsdóttir, lögmaður

Forsíðumynd Tói Vídó

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on pinterest
Senda bréf til pabba í staðin fyrir að bjóða í kaffi í ár
Flottir krakkar í 10.bekk í fjórða sinn með gangbrautavörslu
Sjósund í Höfðavík í dag – myndir og myndband
Gleðilegt ár frá Landakirkju
Yndisleg helgistund frá Landakirkju
Jólaminning – skemmtilegar heimildir frá því að fyrsta jólatréið var sett upp

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is