Geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn næstkomandi föstudag

Meistaraflokkur karla í handknattleik var með sigur á Ásvöllum gegn Haukum fyrr í kvöld en leikurinn endaði 26 – 29. Staðan í hálfleik var 11-13 fyrir ÍBV. Staðan er því 2-0 fyrir ÍBV í úrslitaeinvíginu og geta þeir tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn næstkomandi föstudag hér í Eyjum þegar liðin mætast í þriðja sinn. Mikil stemning var á leiknum og stóðu ÍBV stuðniningmennirnir sig frábærlega og létu vel í sér heyra.

Hauka náðu að jafna í stöðunni 15:15 og komust yfir í stöðunni 16:15 og 17:16. Þá tók lið ÍBV völd­in og var með for­yst­una það sem eft­ir var af leikn­um, mest með fjór­um mörk­um. Rún­ar Kára­son bar af í leikn­um og skoraði 11 mörk fyr­ir Eyja­menn. Í liði Hauka skoraði Stefán Rafn Sig­ur­manns­son 9 mörk, þar af 5 úr víta­skot­um.

 

Mörk ÍBV:

11 – Rúnar Kárason
5 / 1 – Elmar Erlingsson
5 – Theodór Sigurbjörnsson
2 – Arnór Viðarsson
1 – Dánjal Ragnarsson
1 – Dagur Arnarsson
1 – Janus Dam Djurhuus
1 – Sigtryggur Daði Rúnarsson
1 – Gabríel Martinez Róbertsson
1 – Sveinn Jose Rivera

Varin skot:

6 – Pavel Miskevich
1 – Petar Jokanovic

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is