Gestirnir okkar voru algjörlega til fyrirmyndar og allt skipulag gekk upp

Tónlistarhátíð Hljómey fór fram síðastliðinn föstudag í blíðskaparveðri. Setning hátíðarinnar fór fram á fimmtudeginum í Tónlistarskóla Vestmannaeyja þar sem Skólalúðrasveit Vestmannaeyja lék nokkur lög og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri setti hátíðina formlega.   

Forsprakkar hátíðarinnar þeir Guðmundur Jóhann Árnason og Birgir Nielsen sögðu frá tilurð hátíðarinnar. Blaðamaður Tíguls heyrði í Guðmundi eftir hátíðina. „Við Hljómeyjarmenn erum algjörlega í skýjunum með hvernig til tókst með hátíðina. Við lögðum upp með að búa til einstaka upplifun og tækifæri til að sjá listamenn í meiri nánd en venjulega og við teljum að það hafi tekist. Gestirnir okkar voru algjörlega til fyrirmyndar og allt skipulag gekk upp og ekki skemmdi að veðrið var eins gott og raun bar vitni. Það er alltaf eitthvað í svona verkefni sem má gera betur og við munum setjast yfir skipulagið á næstu dögum og sníða af þá vankanta sem við sáum á hátíðinni. Ekkert af þessu hefði verið mögulegt nema fyrir aðstoð allra sem komu að hátíðinni og þá sérstaklega hljóðmennirnir okkar sem voru hetjur kvöldsins og auðvitað húsráðendur sem opnuðu stofur sínar fyrir okkur. Við erum bara stútfullir af þakklæti og gleði og erum þegar farnir að huga að næstu hátíð. Hljómey er komin til að vera“, segir Guðmundur.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is