Til stendur að setja gervigras og flóðlýsingu á Hásteinsvöll til þess auka nýtingu á vellinum, fyrir æfingar og keppni.
Jafnframt er með þessu verið að uppfylla meðal annars þær kröfur sem gerðar eru til keppnisvalla. Framkvæmdin er í samræmi við óskir sem komið hafa fram í tengslum við vinnu um framtíðarsýn uppbyggingar íþróttamannvirkja í Vestmannaeyjum.
Þetta kemur fram í fundargerð frá bæjarstjórnarfundi sem var haldinn síðastliðin fimmtudag og fór Íris yfir fjárhagsáætlun næstu ára.