Fimmtudagur 21. september 2023
augnlæknir

Gera kröfu um að læknar veiti þjónustu á landsbyggðinni

Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir að unnið sé að því að tryggja sambærilegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir alla, óháð búsetu. Sjúkratryggingar greiddu í fyrra 546 milljónir króna í ferðakostnað fólks sem þurfti að sækja þjónustu sérfræðilækna utan heimabyggðar.

Í fréttum RÚV í gær var sagt frá manni á Austurlandi sem hefur í heilt ár reynt að fá tíma hjá augnlækni og gagnrýndi að þurfa að fara til Reykjavíkur til að fá augnskoðun. Í samningum Sjúkratrygginga Íslands við sérfræðilækna, sem runnu út fyrir ári, er læknum ekki skylt að veita fólki þjónustu í heimabyggð þess. Komur sérfræðinga til landsbyggðarinnar eru því stopular og þarf fólk oft að ferðast um langan veg eftir læknisþjónustu.

María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir ekki boðlegt að fólk úti á landi hafi ekki sambærilegt aðgengi að heilbrigðisþjónustu og aðrir. Unnið sé að því að leiðrétta það, meðal annars út frá nýrri heilbrigðisstefnu. „Við erum að leita eftir samningum við sérgreinalækna um þeirra þjónustu og í þeim samningum verður gerð sérstök krafa um að ákveðin þjónusta, til dæmis augnlækningar verði aðgengileg í heimabyggð með reglulegum hætti.“ segir María.

Sambærilegt aðgengi verður um allt land

Nýir samningar eiga jafnframt að gilda um barnalækningar, geðlækningar og háls-, nef- og eyrnalækningar, fæðingar- og kvensjúkdómalækningar, öldrunar-, hjarta-  og innkirtlalækningar. Sérfræðilæknar hafa frest til októberloka til að skila hugmyndum að samningum.
Hversu oft þjónustan verður veitt verður metið eftir hverjum landshluta fyrir sig. Meðal annars út frá fólksfjölda og aldursdreifingu. María segir að aðgengi eigi að verða sambærilegt um land allt.

546 milljónir í ferðakostnað

Sjúkratryggingar Íslands endurgreiddu fólki 546 milljónir króna í ferðakostnað vegna þessa árið 2019 sem María segir ekki góða nýtingu fjármuna; „Aðalatriðið er að fólk á rétt á því að fá sambærilega þjónustu óháð því hvar það býr, það er aðalatriðið, þetta er heldur ekki góð notkun á fjármunum“.

Tekið af ruv.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is