Föstudagur 23. febrúar 2024
Bærinn höfnin

gera alvarlegar athugasemdir við allan framgang vegna ráðningar hafnarstjóra

Fulltrúi D-lista óskaði eftir umræðum um verkferla við ráðningu hafnarstjóra í framhaldi af fundi framkvæmda- og hafnarráðs frá 16.mars sl.

Í bókun frá fulltrúum D listans segir:

Fulltrúar D lista gera alvarlegar athugasemdir við allan framgang vegna ráðningar hafnarstjóra. Ferill málsins samrýmist ekki eðlilegum stjórnsýsluháttum og gengur á svig við lög um ráðningu hafnarstjóra.

Hafnarstjórn hefur markvisst verið haldið utan við ráðningarferið allt frá því ákveðið var án aðkomu og umboðs hafnarstjórnar að auglýsa eftir hafnarstjóra, setja upp kröfur, starfslýsingu og matskvarða, og að lokum meta einn umsækjanda hæfastan. Þá hefur vinnugögnum sem varða málið í framhaldi af ráðningunni verið haldið utan við Hafnarstjórn.
Fulltrúar D lista mótmæla opinberum fullyrðingum bæjarstjóra um að Hafnarstjórn hafi metið umsækjendur. Slíkt var aldrei á hendi Hafnarstjórnar, þó svo að lög kveði á um það.
Jarl Sigurgeirsson, Sigursveinn Þórðarson

Í bókun frá fulltrúum E- og H-listans segir:

Fulltrúar E- og H-lista líta svo á að þar sem enginn gagnrýni kom fram frá fulltrúum D-lista á ráðningarferlið né í aðdraganda þess, að okkur hafi tekist vel til, og því skýtur því skökku við að nú tæpum 6 mánuðum síðar komi fram gagnrýni. Sér í lagi þar sem engar athugasemdir voru gerðar á ferlið fyrr en eftir að ráðningaferli var lokið.

Allir fulltrúar í ráðinu voru upplýstir um það ferli sem var í gangi og var fundi í ráðinu m.a. frestað vegna þessarar vinnu. Við ráðningu í starf hafnarstjóra Vestmannaeyjahafnar hafa fulltrúar E- og H-lista gætt þess vel að viðhalda faglegu ráðningaferli og var hluti af því að fela starfsmannasviði Vestmannaeyjabæjar að leiða þá vinnu, ásamt því naut starfsmannasviðið aðstoðar Geirlaugar Jóhannsdóttur sérfræðings í mannauðsmálum frá Hagvangi og Ólafs Þórs Snorrasonar hafnarstjóra og framkvæmdastjóra framkvæmda- og umhverfissviðs. Eftir yfirferð Geirlaugar á fundi nr.260 mátum við þá umsækjendur sem skoruðu hæst í ráðningarferlinu.

Það var sameiginlegur skilningur okkar að eðlilegast væri að ráðning hafnarstjóra færi í gegnum stjórnsýslu Vestmannaeyjabæjar, sérstaklega þar sem við hafnarsvið er ekki starfandi mannauðs- eða starfsmannastjóri.

Þessar ásakanir koma mjög á óvart sérstaklega þar sem ekki hefur borið skugga á samstarf allra fulltrúa í ráðinu, framkvæmda- og hafnarráð hefur alltaf unnið í sátt og samlyndi.
Arnar Richardsson
Kristín Hartmannsdóttir
Stefán Óskar Jónasson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search