19.02.2020 kl 23:10
Verið er að undirbúa að lyfta Blátind upp frá botni bryggjunnar en gert er ráð fyrir því að það takist í næstu viku segir Gunnlaugur Erlendsson.
Gelp ehf sem er í eigu Gunnlaugs er ásamt sínum mönnum á fullu að undirbúa aðgerðina.
Tígull heyrði í Gunna: „Ég er að vinna í að fá til mín lyftipoka og láta smíða skó undir hann svo við getum tengt við hann lyftipoka því hann er illa farinn og við þurfum að fara varlega í að vinna við hann og lyfta honum. Gunni og félagar eru að vinna að þessu í samstarfi með Vestmannaeyjabæ.
Gunni tók þessi flottu myndbönd í dag af Blátind á botni bryggjunnar.