Miðvikudagur 28. febrúar 2024

Gel og akríll vinsælast

Sigríður Viktorsdóttir er 23 ára Eyjamær. Hún er dóttir Völu sem rekur Fótaaðgerðarstofuna og Viktors eiganda Hárstofu Viktors. Systkini hennar eru Helga Dís og Jón Valgarð. Kærastinn hennar er Daníel Már.

Sigríður kláraði stúdentsprófið og menntaði sig svo sem naglafræðingur árið 2017 og hefur unnið við það síðan þá. Tígull forvitnaðist aðeins um starfssemina hjá Sigríði:

Eru til mismunandi tegundir að nöglum ? Já, það er til slatti af mismunandi efnum, það eru til dæmis til mjög margar mismunandi tegundir af geli og síðan er líka akríll, síðan er alltaf einhvað nýtt að bætast við.

Hvað er vinsælast af þessu? Gel og akríll er vinsælast hjà mér.

Hversu oft þarf að koma og láta laga eða skipta um? Ég mæli með að koma á 3-5 vikna fresti, fer rosalega eftir vexti og nöglum hjá hverjum og einum.

Eru einungis konur að koma til þín? Ég held að ég hafi einusinni fengið mann til mín annars eru þetta bara konur en auðvitað eru allir velkomnir til mín!

Hvernig lögun á nöglum eru núna í tísku og hefur það breyst síðan þú byrjaðir? Mótunin sem er vinsælust núna kallast “square” eða bara kössóttar, síðan eru möndlulaga neglur líka mjög vinsælar á stuttum nöglum. Naglatískan fer rosalega í hringi eins og í öllu.

Hvað ertu með ca. marga kúnna á dag? Það er rosalega misjafnt. En það er lang mest að gera hjá mér fyrir jólin og síðan er alveg brjálað yfir sumartímann eins og til dæmis fyrir þjóðhátíð eða goslokin.

Hvað tekur ca. langan tíma að græja neglurnar? Þegar fólk er að koma í nýtt sett þá geri ég alltaf ráð fyrir einum og hálfum klukkutíma en ég er sjaldnast lengur en klukkutíma og korter nema ég sé að gera eitthvað extra mikið skraut. Síðan tekur lagfæring ca. 45 mín til klukkutíma.

Hvaða vörumerki ertu með? Ég nota vörur frá Magnetic og er brand ambassador hjá þeim á Íslandi. 

Hvernig er hægt að panta tíma?

Instagram: @Neglur_Sigridur og það er hægt að bóka tíma þar í gegn eða bara senda mér skilaboð á facebook : Sigríður Viktorsdóttir.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search