18.02.2020
Frábært að fá aftur flottan þjónustuaðila til að sjá um öll mál fyrir Símann, það var mikil þörf á þessari þjónustu til Vestmannaeyja.
Í dag og á morgun verða ráðgjafar frá Símanum í Geisla og geta viðskiptavinir Símans kíkt við og fengið ráðgjöf og einnig getur fólk fengið tilboð í pakka frá Símanum en svo tekur starfsfólk Geisla við í framhaldinu og ef Tígull þekkir flotta starfsfólk Geisla rétt þá munum við á Eyjunni hér eftir fá toppþjónustu frá Símanum.
Til hamingju með þetta Geisli og takk fyrir að taka þetta verkefni að ykkur.