Þriðjudagur 25. júní 2024

Geisladiskur með lögum oddgeirs

Nýr geisladiskur með lögum Oddgeirs Kristjánssonar kom út nú í byrjun janúar. Á honum er að finna 24 lög Oddgeirs Kristjánssonar úr nótnabók hans „Vor við sæinn“. Platan ber nafnið „Heima“ sem vísar til titils eins af lögum Oddgeirs við texta Ása í Bæ en undirtitill disksins er “Sönglög eftir Oddgeir Kristjánsson”.

Það eru listakonurnar Silja Elsabet Brynjarsdóttir söngkona og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari sem eru flytjendur tónlistarinnar. Þær stöllur eru báðar úr Vestmannaeyjum og eru flestum Eyjamönnum að góðu kunnar fyrir list sína. Þær hafa haldið marga tónleika með lögum Oddgeirs á síðustu árum.

Disknum fylgir vandaður 48 bls. bæklingur þar sem þær stöllur skrifa inngangsorð. Í honum eru pistlar um listakonurnar og einnig skrifar Kristín Ástgeirsdóttir um tónskáldið Oddgeir Kristjánsson. Þá eru í bæklingnum allir textar laganna sem flutt eru á disknum. Allt ritað mál í bæklingnum er bæði á íslensku og ensku og er hann ríkulega myndskreyttur. Þá eru einnig efnislegar þýðingar á innihaldi lagatextanna á ensku.

Ætlunin er að gefa út tónlistina á vinyl plötu og getur fólk haft sambandi við mig eða Silju Elsabet til að panta eintak af plötunni. Hún mun kom í sölu á vormánuðum.

Geisladiskurinn er gefinn út af Minningarsjóði Oddgeirs Kristjánssonar sem fjölskylda Oddgeirs stýrir. Upphaflega var áætlað að hann kæmi út nokkrum vikum fyrir jól en covid tók í taumana og því seinkaði honum í framleiðslu. En það er í raun ekkert síðra því á þessu ári nánar tiltekið þann 16. nóvember 2021 eru 110 ár frá fæðingu tónskáldsins Oddgeirs Kristjánssonar og því ágætt að 

heiðra minningu hans með útgáfu tónlistar hans.

Diskurinn verður til sölu í verslun Geisla og verslun Pennans/Eymundsson í Eyjum.

Ég vona að Eyjamenn taki diskinum vel því hér er um eigulegan grip að ræða þar sem tónlistin er flutt af frábærum Eyjakonum.

Hafsteinn G. Guðfinnsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search