Miðvikudagur 24. júlí 2024

Gefa starfsmannasjóð sinn til Grindvíkinga

Snillingarnir á Ottó N Þorlákssyni tilkynntu í gærkvöldi á facebooksíðu sinni að þeir hafi ákveðið að gefa starfsmannasjóð sinn sem er alls 600.000 króur til Rauða kross Íslands. En Rauði krossinn hefur sett af stað söfnun fyrir Grindvíkinga. Þeir skora á Dala Rafn til að gera slíkt hið sama, og hvetja þá til að skora á þann næsta. Hér fyrir neðan er færslan frá þeim:
Gott kvöld ágætu fylgjendur.
Eins og landsmenn vita, þá hefur mikið gengið á, í og við Grindavík, vegna eldsumbrota þar í kring. Rauði kross Ìslands hefur sett af stað söfnun fyrir fólkið sem þar býr, við algjöra òvissu. Það er engan vegin hægt að setja sig í spor þeirra er hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Grindavík.
Áhöfnin á Ottó N Þorlákssyni hefur því ákveðið að leggja til það fé sem er í starfsmannasjòði áhafnarinnar í söfnun Rauða Krossins. Þetta eru 600.000 krónur sem við afhendum með glöðu geði og skorum á aðrar áhafnir þessa lands að leggja eitthvað til í þessa söfnun.
Upphæðin skiptir ekki öllu máli, frekar að taka þátt og leggja eitthvað til í málefnið.
Við vitum að félagar okkar hjá Ìsfèlaginu, strákarnir á Dala Rafn, hafa styrkt gott málefni og því skorum við á þá að leggja eitthvað til í þessa söfnun.
Við skorum svo á strákana á Dala Rafn að skora á aðra áhöfn og svo koll af kolli.
Bestu kveðjur frá Áhöfninni á King Ottó

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search