Geðveikt að standa stressaður baksviðs að peppa sig inn á svið, og þegar þú gengur inn þá hverfur allt stress

Aron Kristinn Smárason er á 19. ári. Foreldar hans eru Smári Kristinn Harðarson og Sigurlína Guðjónsdóttir.

Elskar að baka

Hann starfar í bakaríinu Vigtin Bakhús sem bakari og elskar það mjög mikið. Hann fær mikið frelsi þar að hans sögn og er duglegur að leika sér eftir vinnutíma við að búa til ýmislegt sniðugt og gott. Hann er ekki kominn á samning, en yfirmaður hans er einmitt að klára meistaranámið og þá fær Aron allan tímann sinn metinn í skólann. Sem betur fer!

Hefur leikið í fimm ár með Leikfélagi Vestmannaeyja

Aron hefur leikið í leikhúsinu síðan hann var 13/14 ára. Þetta verk er það fimmta sem hann tekur þátt í. En ef talið er Spamalott með þá er þetta sjötta. En vegna Voldemort þá fengum við ekki að sýna þá sýningu.

Við spurðum Aron hvaða hlutverk sé í uppáhaldi hjá honum og hann var ekki lengi að svara því.

Uppáhalds hlutverk mitt verður að vera íþróttaálfurinn, það var rosalega gaman. En annars hef ég verið pabbi Línu langsokks og auðvitað var mín fyrsta rulla talandi blóm sem var með 5 línur. Í þessari sýningu leikur Aron, Philip Lombard sem er breskur “ævintýramaður” að einhverju leyti.

Er ekki erfitt að læra mikið af texta utan af ?

Það er alltaf mjög erfitt fyrir mig að læra alla þessa texta svona í byrjun. En ef þú ert duglegur að fylgjast með og lesa mikið þá kemur þetta næstum alltaf. 

Auðvitað kemur fyrir að maður klikki smá, en þá er eins gott að þú bjargir þér eða mótleikarinn bjargar þér. 

Þið sem eruð eitthvað feimin með að mæta! KOMIÐI

Þetta er svo gaman og síðan er geðveikt að standa stressaður baksviðs að peppa sig inn á svið, og þegar þú gengur inn á þá hverfur allt stress.

Síðan er þetta frábært ef þú ert athyglissjúkur segir Aron Kristinn að lokum og hlær.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search