Föstudagur 1. desember 2023

Geðlestin og Flóni kíktu í heimsókn til FÍV

Þann 20.október sl. var salurinn í FÍV þéttsetinn þar sem nemendur voru mættir til þess að hlusta á erindi frá Geðlestinni og tónlistaratriði frá Flóna. 

Geðlestin er geðfræðsla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð, rétt eins og við erum öll með hjarta. Markmið þeirra eru m.a. að vekja athygli á mikilvægi geðheilsu og verndandi þáttum hennar. 

Þær Guðný Guðmundsdóttir (frá Geðhjálp) og Jóhanna Stefáns Bjarkardóttir (frá Rauða krossinum)  töluðu um mikilvægi þess að rækta geðheilsu sína. Öflug geðrækt er besta ráðið til að takast á við lífsins áskoranir. Þær lögðu áherslu á að eðlilegasti hlutur í heimi væri að biðja um hjálp, að tjá tilfinningar sínar og að vera óhrædd við að spyrja spurninga. Það er svo hjálplegt að spjalla við einhvern um það sem gengur á í lífi manns. Jóhanna undirstrikaði einmitt að ekkert vandamál er of lítið eða of stórt fyrir hjálparsímann 1717, hún og samstarfsfólks hennar þar er alltaf til staðar.  Guðný talaði um sína eigin reynslu á kvíða og hvernig hún tæklaði hann með því að stíga reglulega út fyrir þægindarammann og rækta þannig með sér seiglu og þrautseigju. 

Þær kynntu nemendur fyrir mottóinu ”It’s not a bad life, it’s just a bad day” enda er lífið stundum leiðinlegt og erfitt en það þýðir ekki endilega eitthvað alvarlegt eða slæmt. Við upplifum öll alls konar mótvind í lífinu og það á að vera jafn eðlilegt að hlúa að geðheilsunni sinni eins og líkamlegri heilsu. Þær nefndu alls konar tækni til þess að koma sér upp heilbrigðum venjum sem hlúa að geðinu t.d. iðka þakklæti, þjálfa upp jákvæðar hugsanir, umburðarlyndi, tjá sig og auðvitað tala sjálfa sig upp en ekki niður. Nemendur hlustuðu með áhuga og hún Jóhanna tók það sérstaklega fram að hún hefur aldrei upplifað slíka athygli áður ”það er bara enginn með símann sinn uppi”. Hápunktur heimsóknarinnar var þegar tónlistarmaðurinn Flóni steig á svið, nemendur tóku vel á móti honum og sumir töluðu um að vera ”starstruck”. Það var greinilegt að margir nemendanna kunnu hvert einasta orð í lagatextunum hans. Sumir leyfðu sér meira að segja að dansa á meðan aðrir óskuðu þess að stólarnir væru ekki fyrir svo þeir gætu fengið danspláss. 

Virkilega góð heimsókn frá flottu fólki. 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is