Gary Martin var ekki hleypt um borð í vél EasyJet | Tígull.is - Fréttir og viðburðir í Vestmannaeyjum
Screenshot 2020-03-20 at 13.22.25

Gary Martin var ekki hleypt um borð í vél EasyJet

20.03.2020

Gary Martin, framherji ÍBV fær ekki að ferðast til Íslands frá London eins og staðan er í dag. Ástæðan eru hertar reglur í Bretlandi.

Gary Martin hefur dvalið í heimalandi sínu síðustu mánuði en átti að koma til Vestmannaeyja í dag og hefja æfingar með ÍBV.

Enska framherjanum var hins vegar ekki hleypt um borð í vél EasyJet. ,,Var nálægt því að lesa yfir starfsmanni EasyJet, hún vildi að ég færi inn í London til að finna íslenska sendiráðið og koma mér til baka fyrir klukkan 09:00 flugið. Með fjórar töskur með mér,“ skrifar Gary Martin á Facebook.

EasyJet vildi ekki hleypa Martin um borð nema að hann væri með staðfestingu á búsetu á Íslandi. ,,Ég get ekki flogið nema að ég fái staðfestingu um búsetu á Íslandi eða að sendiráðið leyfi mér að fljúga.“

Í samtali við 433.is vonaðist Gary eftir því að komast til landsins í dag, hann væri að bíða eftir bréfi frá sendiráðinu um að hann mætti ferðast til Íslands.

Share on facebook
Share on twitter
Share on linkedin
Share on google
Share on print
Árshátíð VSV aflýst, út að borða í staðinn
Lista- og menningarverkefnið 1000 Andlit Heimaeyjar í Landandum í kvöld
Mikið um lausagang sauðfés í Vestmannaeyjum
Myndaveisla í makríl og síldinni heilsað
Hin árlega sýning
Njáll og Trausti í live viðtali vegna fjölgun bæjarfulltrúa – rök með og á móti – myndbönd

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px 
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
X