Fimmtudagur 21. september 2023

Gangbrautavarsla hefst á mánudagsmorgun

Grunnskóli Vestmannaeyja, Lögreglan í Vestmannaeyjum og Landsbankinn í Vestmannaeyjum standa að þessu flotta verkefni.

Nemendur í 10. bekk í GRV munu standa fyrir gangbrautavörslu á nokkrum fjölförnum gangbrautum á morgnana í svartasta skammdeginu með það fyrir augum að auka öryggi yngri nemenda á leið sinni í skólann. Þetta er frábært verkefni sem eflir samfélagsvitund og samkennd og gefur nemendum tækifæri að taka þátt í samfélagsmálum á ábyrgan hátt. Þetta er í annað sinn sem 10. bekkur sinnir þessu verkefni og mun það byrja næstkomandi mánudag og standa yfir frá 4. nóvember til 28. febrúar í ár. Lögreglan í Vestmannaeyjum mun að sjálfsögðu vera áfram með venjubundið eftirlit við skólana og vera nemendum innan handar ef þörf er á.

Gangbrautirnar sem nemendur munu vakta eru þrjár; á Skólavegi, á Kirkjuvegi við Vallargötu og við Hraunbúðir. Gangbrautaverðirnir verða vel sýnilegir í gulum vestum og munu leggja sig fram við að aðstoða yngri nemendur í umferðinni.

Líkt og í fyrra kemur Landsbankinn að verkefninu með veglegum styrk í ferðasjóð 10. bekkja í GRV og útvega vesti fyrir gangbrautaverðina. Landsbankinn vill með þessu framlagi leggja sitt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að öryggi barna og unglinga í umferðinni í Vestmannaeyjum. 

Lögreglan hvetur ökumenn, sem og gangandi vegfarendur, til að gæta fyllsta öryggis í umferðinni. Sérstaklega á það við nú þegar svartasta skammdegið stendur yfir þegar börn eru á leið til skóla á morgnana. Jafnframt hvetur lögreglan gangandi vegfarendur til að nota endurskinsmerki og ökumenn eru hvattir til  að gæta fyllstu varúðar nærri skólum bæjarins sem og annars staðar.

Við í Grunnskóla Vestmannaeyja þökkum Jóni Óskari Þórhallssyni, útibússtjóra Landsbankans í Vestmannaeyjum og lögreglunni í Vestmannaeyjum kærlega fyrir samstarfið í þessu samfélagsverkefni.

Grunnskóli Vestmannaeyja

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is