Þriðjudagur 5. desember 2023

Gamlir Alþýðuflokksfélagar í Vestmannaeyjum hafa gefið tæpar 1,3 milljón krónur

31.12.2020

Nokkuð er síðan að formlegri starfsemi Alþýðuflokksfélags Vestmannaeyja lauk og sama má segja um Brautina, blaðaútgáfu sem félagið rak og gaf út á sínum tíma.

Á vef Landsbókasafns Íslands, timarit.is, kom í ljós að Brautin var eitt bæjarblaða sem ekki var skannað inn á vefinn. Samkomulag var gert við Safnahús Vestmannaeyja að skanna alla árganga og tölublöð Brautarinnar gegn greiðslu. Okkur Alþýðuflokksfélögum er sönn ánægja að vita að líklega er Brautin eina blaðið sem ekki er sett á vefinn á kostnað skattgreiðenda.

Á árinu var Brautin, blaðaútgáfa formlega lögð niður með afskráningu á kennitölu.

Frá starfseminni lágu fyrir fjármunir, sem gamlir Alþýðuflokksfélagar í Vestmannaeyjum, Kratar, ákváðu að ráðstafa innanbæjar til góðra mála.

Að höfðu samráði við forstöðumann og hjúkrunarforstjóra Hraunbúða og í ljósi Covid voru afhentar tvær súrefnisvélar til starfsemi Hraunbúða, sem og er úðavél í pöntun.

Í dag, gamlársdag var, Hollvinasamtökum Hraunbúða, afhent peningagjöf að upphæð 900 þúsund krónur. Að greiddum kostnaði við úðavél verður eftirstöðvum fjármuna einnig færðir Hollvinasamtökunum að gjöf.

Samtals hafa því tæplega 1,3 milljón kr. verið veitt til tækjakaupa á Hraunbúðum og peningagjöf til Hollvinasamtaka Hraunbúða.

Bestu hátíðarkveðjur, gamlir Alþýðuflokksfélagar í Vestmannaeyjum.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is