Tilkynning frá Herjólfi ohf:
Farþegar athugið 2.Október
Við viljum góðfúslega benda farþegum á að bæði veður og sjólag er ekki hagstætt næstu daga. Biðjum við því þá farþega sem ætla sér að ferðast á morgun og næstu daga, að fylgjast vel með gang mála á miðlum okkar.
Í ljósi þess að margar bókanir eru um helgina í Herjólf, hefur verið ákveðið að sigla Herjólfi III til Þorlákshafnar ef ófært verður til Landeyjahafnar. Er það gert til þess að geta boðið sem flestum farþegum upp á gistipláss þar sem talsverð hreyfing gæti verið á sjóleiðinni.
Við óskum þess að þessari ákvörðun sé sýndur skilningur, en hún er einungis tekin með hagsmuni farþega í huga.