Gamla punga­prófið heyr­ir sög­unni til

28.10.2020

200 mílur á mbl.is  greinir frá því að frest­ur til að sækja um upp­færslu skip­stjórn­ar­rétt­inda í sam­ræmi við breytt lög renn­ur út 1. janú­ar 2021.

Fyrsta sept­em­ber tóku gildi breyt­ing­ar sem Alþingi samþykkti í des­em­ber í fyrra á lög­um um áhafn­ir ís­lenskra fiski­skipa, varðskipa, skemmti­báta og annarra skipa. Með samþykkt frum­varps­ins var skil­grein­ingu í lög­um á hug­tak­inu smá­skip breytt þannig að þau telj­ast nú vera skip sem eru fimmtán metr­ar að skrán­ing­ar­lengd eða styttri í stað tólf metra áður.

Frum­varp­inu fylgdi einnig bráðabirgðaákvæði og er þar skip­stjórn­ar- og vél­stjórn­ar­mönn­um, sem hafa skír­teini til að starfa á skip­um sem eru styttri en tólf metr­ar að skrán­ing­ar­lengd, gef­inn frest­ur til fyrsta janú­ar 2021 til að fá upp­færslu rétt­inda til að gegna sömu störf­um á skip­um sem eru fimmtán metr­ar að skrán­ing­ar­lengd.

Þeir sem hyggj­ast sækja um upp­færslu skip­stjórn­ar­rétt­inda úr 12 metr­um og styttri í fimmtán metra og styttri þurfa að upp­fylla sett skil­yrði og er kraf­ist þess að um­sókn­araðili þurfi að hafa verið lög­skráður sem skip­stjóri í að minnsta kosti 12 mánuði, upp­fylli kröf­ur laga og reglu­gerðar um ald­ur, mennt­un og heil­brigði, hafi lokið ör­ygg­is­fræðslu­námi smá­skipa og lokið viður­kenndu nám­skeiði í skyndi­hjálp.

Þá er gert ráð fyr­ir að þeir ein­stak­ling­ar sem hófu nám til rétt­inda eft­ir 1. sept­em­ber 2020 fái sjálf­krafa upp­færð rétt­indi í sam­ræmi við breyt­ing­una.

Ekki leng­ur brúttó­rúm­lest­ir

Fram kem­ur í til­kynn­ingu á vef Sam­göngu­stofu að 30 brúttó­rúm­lesta skip­stjórn­ar­skír­teini, eða punga­prófið gamla, verði ekki leng­ur gef­in út, vegna þess að skip eru ekki leng­ur mæld í brúttó­rúm­lest­um. Þeir sem eru hand­haf­ar slíks at­vinnu­skír­tein­is til skip­stjórn­ar eiga rétt á að fá út­gefið skír­teini til að vera skip­stjóri á skip­um sem eru 15 metr­ar og styttri að skrán­ing­ar­lengd í strand­sigl­ing­um. Sama gild­ir um þá ein­stak­linga sem hafa starfað á skip­um und­ir 30 brúttó­rúm­lest­um, en yfir 15 metr­um að skrán­ing­ar­lengd.

Þeir sem eru hand­haf­ar slíkra rétt­inda þurfa ekki að sækja um upp­færslu rétt­inda held­ur verður áletr­un nýrra skír­teina breytt þegar þau koma til end­ur­nýj­un­ar hjá Sam­göngu­stofu.

Einnig véla­verðir

Breyt­ing­in hef­ur einnig áhrif á at­vinnu­skír­teini smá­skipa­véla­varða á fiski­skip og önn­ur skip. Þau rétt­indi miðuðust áður við 12 metra og styttra og 750 kW en miðast nú við 15 metra og styttri og 750 kW. Ekki þarf að sækja um ný at­vinnu­skír­teini vegna þessa, en þau verða upp­færð við end­ur­nýj­un hjá Sam­göngu­stofu. Hins veg­ar þarf um­sækj­andi – við end­ur­nýj­un skír­tein­anna – að sýna fram á að hafa lokið ör­ygg­is­fræðslu­námi smá­skipa hjá Slysa­varna­skóla sjó­manna eða öðrum viður­kennd­um þjálf­un­araðila og viður­kenndu nám­skeiði í skyndi­hjálp.

Hætt hef­ur verið að gefa út sér­stök at­vinnu­skír­teini á sjókvía­vinnu­skip, en þau falla nú und­ir sömu ákvæði og önn­ur skip. Þar af leiðandi eiga þeir sem eru hand­haf­ar sér­stakra skip­stjórn­ar- og vél­stjórn­ar­rétt­inda á sjókvía­vinnu­skip rétt á að fá út­gef­in sam­bæri­leg rétt­indi.

Frétt frá mbl.is 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is