Miðvikudagur 27. september 2023

Gæði aflans meiri og áhöfnin mun sneggri að afgreiða trollið en áður var

12.07.2020

Vestmannaey VE notar nýjan poka frá Hampiðjunni

Birgir Þór Sverrisson, skipstjóri á Vestmannaey VE 54, hefur um skeið notað svokallaðan DynIce kvikklínupoka frá Hampiðjunni. Um er að ræða nýja hönnun Hermanns Guðmundssonar, rekstrarstjóra Hampiðjunnar á Akureyri.

Í viðtali sem birt er á heimasíðu Hampiðjunnar segir hann að gæði aflans séu meiri og áhöfnin mun sneggri að afgreiða trollið en áður var.

Meira öryggi

„Vinna við skutrennu núna er hverfandi miðað við það sem áður var og áhöfnin gæti ekki verið ánægðari,” segir Birgir.

Vestmannaey VE er eitt af nýjustu skipum flotans og hóf það veiðar skömmu fyrir síðastliðin jól, en uppsetning pokans fór fram hjá útgerðarfélaginu Bergi-Hugin í Vestmannaeyjum sem gerir skipið út. Sú vinna var undir stjórn Guðna Hjörleifssonar, veiðarfærameistara, í virku samstarf milli útgerðar og framleiðenda. Með vinnunni var horft til þess að betri afli fengist en ekki síður að bæta verulega öryggi togarasjómanna. Það fæst með því að stytta þann tíma sem dekkvinna við trollið er hverju sinni.

Birgir Þór segir að nýi pokinn haldist betur opinn en aðrir trollpokar sem hann hefur notað. Fyrir vikið eigi smáfiskur greiðari leið út úr trollinu þar sem möskvarnir í pokanum leggjast síður saman.

Þarf engar mælingar

„Við notum svokölluð DynIce axlabönd á pokann og erum með svonefndan rússa eða leiðara þar fyrir framan. Þegar við tökum DynIce kvikklínupokann inn þá eru axlaböndin notuð. Það er því enginn þrýstingur á fisknum í pokanum áður en hann er innbyrtur. Það tekur okkur um 10-15 sekúndur  að hífa hann inn og á meðan er lágmarksþrýstingur á fisknum. Áður en við fengum þennan kvikklínupoka notuðum við stroffur á togpokana. Það voru stundum settar tvær stroffur á pokann. Svo var híft og þetta ferli tók tvær til þrjár mínútur. Ég þarf því ekki að sjá neinar mælingar þegar ég fullyrði að við séum nú að koma með betra hráefni að landi,“ segir Birgir Þór í viðtalinu.

Fiskifréttir.is greindu frá.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is