22.10.2020
Páll Magnússon þingmaður greinir frá á facebooksíðu sinni í dag að fyrstu skref í óháðri úttekt á Landeyjarhöfn, sem stigið var á grundvelli þingsályktunartillögu, sem Páll flutti ásamt öðrum þingmönnum Suðurkjördæmis, var kynnt fyrir þeim rétt í þessu.
„Fyrsta skrefið segi ég – því enn hefur grundvallarspurningunni ekki verið svarað: Hvernig er hægt að tryggja að Landeyjahöfn verði örugg heilsárshöfn?“
Einnig segir hann að skýrslan sé þó afar gagnleg samantekt um ástand mála – og staðfestir svo ekki verður um villst það sem ýmsir þóttust vita fyrir:
Það verður ekki hægt að gera þær endurbætur á núverandi höfn að dýpkunarþörfin hverfi. Til þess þyrfti að endurhanna og í raun endurbyggja höfnina. Og dýpkunaraðgerðir einar og sér munu heldur ekki duga til að halda höfninn alltaf opinni.
Eina raunhæfa leiðin til að hámarka nýtingu hafnarinnar er því blönduð: “Aðgerðir sem leiða til skjólmyndunar milli rifs og hafnarmynnis gagnvart háum öldum…og eru líklegar til að styðja við dýpkunaraðgerðir“ .
Og þá stendur eftir spurningin:
Hvaða aðgerðir eru það? Skýrslan stikar út leiðir til að svara þeirri spurningu – og þá er bara að leggja af stað! Segir Páll að lokum.
