Fyrstu Pysjurnar að lenda

Í síðustu viku fundust fyrstu lundapysjurnar í Eyjum og því pysjutímabilið formlega hafið með öllum sínum ævintýraljóma. Samkvæmt Margréti Lilju Magnúsdóttur, sem haft hefur umsjón með Pysjueftirlitinu þá byrjar þetta alltaf frekar rólega. „En svo er toppnum náð eftir svona tvær til þrjár vikur.“ 

Ekki er þó búist við mikið af pysju í bæinn að þessu sinni þrátt fyrir góð ár að undanförnu. „Í upphafi sumars leit þetta mjög vel út, en svo í seinni hluta júlí var farið að skoða í lundabyggðina og þá var búið að afrækja einhver hreiður og dauðar pysjur og þær voru líka minni heldur en þær hefðu átt að vera. Þannig að það bendir allt til þess að það sé einhvers konar ætisskortur eða eitthvað að þannig að við búumst ekki við mjög mörgum pysjum núna,“ sagði Margrét Lilja.

Náttúrustofa Suðurlands hefur fylgst með varpinu eins og undanfarin ár. Farið var í lundabyggðina í byrjun sumars og var þá varp í um 70% af lundaholum. Farið var aftur lok júlí og kom þá í ljós að talsverð afföll höfðu orðið af eggjum og pysjum og eru nú einungis pysjur í um þriðjungi holanna. Erpur Snær Hansen, forstöðumaður Náttúrustofu Suðurlands tók því í sama streng og átti alls ekki von á jafn mikið af pysju í ár. „Ef ég ætti að giska á einhverja tölu myndi ég segja svona 3.000 pysjur.“  

 

Jóna Hjördís með fyrstu pysjuna í ár.

 

Við pysjubjörgun er vert að hafa nokkur atriði í huga:

 • Allir að klæða sig vel og muna eftir vasaljósi og endurskinsmerki.
 • Best er að nota hreina kassa fyrir pysjurnar. Göt á kössum geta reynt hættuleg. Einnig mjög lágir kassar, þar sem pysjurnar geta meiðst við að reyna að flýja kassann. Plastkassa ætti aldrei að nota.
 • Gott er að setja gras í botninn á kassanum og skipta því út daglega.
 • Gott er að vera nokkur saman við pysjubjörgun því pysjurnar eru hræddar við okkur og reyna að flýja.
 • Ef lýst er með vasaljósi í augu pysjurnar blindast hún augnablik og er þá auðveldara að handsama hana.
 • Pysjur eru ekki vanar öðrum pysjum því ber að varast að hafa þær margar saman í kassa. Best er að aðeins ein pysja sé í hverjum kassa, aldrei fleiri en fjórar. Þær vilja nefninlega allar vera úti í horni. 
 • Þegar heim er komið þarf að gæta þess að vel fari um pysjurnar. Loka kössunum vel og geyma á rólegum og svölum stað.
 • Munum að alls ekki má halda á pysjunum að óþörfu eða leika með þær. Við það geta fjaðrir þeirra skemmst og þær misst fituna úr fiðrinu sem er þeim svo mikilvæg til að halda vatni frá líkamanum. 
 • Þeir sem hafa tök á, vigti pysjurnar áður en þeim er sleppt. Það er þó ekki nauðsynlegt. 
 • Allar pysjur skal skrá í gagnagrunn á Lundi.is, hvort sem þær eru vigtaðar eða ekki.
 • Það er mjög mikilvægt að sleppa pysjunum við fyrsta tækifæri. Því fyrr því betra.
 • Á Heimaey eru margir góðir staðir til að sleppa pysjum. Meta þarf þó aðstæður. Ef hvasst er og mikið brim á vestur hluta eyjunnar er tilvalið að sleppa pysjunum í skjólinu austan megin.
 • Alltaf þarf að fara varlega nálægt bjargbrún og mikilvægt að einhver fullorðinn sé með í för.
 • Það má líka setja pysjurnar í grasið og leyfa þeim að fara þegar þær eru sjálfar tilbúnar.
 • Aldrei skal sleppa pysju í höfnina eða á Skansinum, þá geta þær lent í olíu og þá er voðinn vís.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search