Í gær var komið með tvær pysjur í vigtun hjá Sea Life Trust. Eru það fyrstu pysjurnar sem komið er með í pysjueftirlitið í ár og byrjunin á uppáhalds tíma ársins hjá mörgum eyjamönnum. Sea Life Trust eiga von á mörgum pysjum og miklu fjöri, þó að allt bendi til að pysjurnar verði ekki alveg eins margar og í fyrra, en þá var komið með yfir 8.500 pysjur í eftirlitið.
Miðvikudagur 27. september 2023