31.08.2020
Davið Guðmundsson hefur verið að keyra um Heimaey síðsutu daga og taka upp þrívíddarmyndir sem hægt verður að skoða á miðlum Google.
Við munum þræða allar götur og vegaslóða á eyjunni og koma þeim myndum á netið. Persónuverndin er í hávegum höfð, þannig að öll andlit og bílnúmer verða sjálfkrafa „blörruð“ segiðr Davíð.
Í framhaldinu munum við taka gönguslóða, fjöllin og úteyjarnar
Fyrstu göturnar eru komnar í Google Street View. Mikil vinna hefur farið í að skanna göturnar og koma myndefninu rétt til skila. Fyrir þá sem ekki vita þá er hægt að smella á: https://www.google.com/maps/@63.4210693,-20.2797647,13z
og draga svo „gula StreetView karlinn“ yfir á bláu línurnar og sleppa, þá er hægt að „keyra“ um götur Eyjanna í sýndarheimum
Upphleðslu lýkur væntanlega í þessari viku – fylgist með og látið vita Davíð ef einhver gata/hús hefur farið framhjá h0num.