Tói Vídó

Fyrstu fjárhagsaðgerðir Vestmannaeyjabæjar vegna COVID-19

26.03.2020 kl 16:25

Bæjarráð kom saman til fjarfundar í dag. Meðal umræðuefnis voru aðgerðir Vestmannaeyjabæjar til þess að koma til móts við fyriræki og heimili vegna þeirrar tekjuskerðingar og annarra fjárhagsörðugleika sem leiða af COVID-19. Ríkisstjórnin hefur nú þegar kynnt efnahagsáælun sína og þar er m.a. lagt til að sveitarfélög leggi þessu átaki lið með þeim hætti sem mögulegt er og sérstaklega með tilslökunum og auknum framkvæmdum, eða tilfærslu á þeim framkvæmdum sem ákveðið hefur verið að ráðast í. Vestmannaeyjabæjar hefur þegar hafið undirbúning að tilslökunum og öðrum aðgerðum til að létta birgðar heimila og fyrirtækja. Hægt er að grípa til nokkurra aðgerða strax, en aðrar þurfa meiri undirbúning.

Bæjarráð hefur því ákveðið að grípa straxt til eftirfarandi aðgerða:

 • að fresta næstu tveimur gjalddögum fasteignagjalda. Gjalddagar fasteignagjalda 15. apríl og 15. maí n.k. koma því til greiðslu 15. desember 2020 og 15. janúar 2021.
 • að innheimta aðeins gjöld fyrir þá þjónustu sem veitt er. Það þýðir að t.d. að ef foreldrar tilkynna að þeir sendi börn sín ekki í leikskóla á einhverju tímabili verða ekki innheimt leikskólagjöld fyrir umrætt tímabil. Þegar veitt er

50 % þjónusta þá er greitt 50% gjald. Þetta á jafnframt við um aðra þjónustu af þessu tagi.

 • að fresta því til a.m.k. 25. apríl n.k. að senda út reikninga vegna þjónustu sem Vestmannaeyjabær hefur þegar veitt, t.d.leikskólagjöld og þjónustu leik- og grunnskóla.
 • að færa til framkvæmdir og viðhald á vegum bæjarins til þess að skapa einstaklingum störf og fyrirtækjum tekjur. Vestmannaeyjabær hefur þegar ákveðið að flýta nokkrum viðhaldsverkefnum í fjárhagsáætlunum bæjarins.
 • að hefja undirbúning að markaðsátaki í ferðaþjónustu fyrir árið 2020

Forsíðumynd Tói Vídó

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search