24.09.2020
Það er komið að fyrsta tvíhöfða vetrarins!
Á laugardaginn mæta bæði lið karla og kvenna liðum Vals Olísdeildunum.
Stelpurnar hefja leik klukkan 14:45 og strákarnir fylgja svo á eftir klukkan 17:30.
Krókódílakortin verða klár til afhendingar og gilda á þessa leiki.
Það skal tekið fram að það eru fjöldatakmarkanir á áhorfendum, en við höfum leyfi fyrir 152 áhorfendur og nú eru börn talin inn í þann fjölda segir í tilkynningu frá ÍBV Handboltanum.
Fyrir þá sem ekki eru Krókódílar að þá kostar 2.000 kr.- inn á leikinn, óháð aldri viðkomandi en það er í ljósi þessarra takmarkana.
Salurinn verður opnaður 30 mínútum fyrir hvorn leik og eftir kvennaleikinn þarf að rýma húsið. Eins og síðast gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær.
Fyrir þá sem ekki hafa tök á að koma á leikinn að þá bendum við á að báðir leikir verða í beinni útsendingu hjá Stöð2Sport!
Látum vel í okkur heyra og hvetjum okkar lið til sigurs í þessu stórleikjum.
Áfram ÍBV
Alltaf, alls staðar!