Aðgerðastjórn almannavarna var virkjuð í Vestmannaeyjum í dag. Einstaklingum í sóttkví í Vestmannaeyjum hefur fjölgað og eru nú 18 í sóttkví í Vestmannaeyjum og viðbúið að þeim muni halda áfram að fjölga á næstunni. Fyrsti smitaði einstaklingurinn í Vestmannaeyjum var greindur síðdegis í dag. Um lögreglumann er að ræða sem smitaðist ekki við störf sín svo vitað sé. Smitrakning er í gangi af hálfu rakningarteymis almannavarna.
Þetta kemur fram á facebooksíðu Lögreglunnar í Vestmannaeyjum.