Fyrsta vatnaáætlun Íslands 2022-2027 – vilt þú hafa þitt að segja?

Vatn er auðlind sem mikilvægt er að umgangast á ábyrgan hátt, ekki síst fyrir komandi kynslóðir

Viðhalda þarf líffræðilegri fjölbreytni og náttúrulegu ástandi vistkerfa ferskvatns og strandsjávar og tryggja gæði grunnvatns. Heilnæmt vatn er til marks um hreina náttúru og styrkir ímynd Íslands út á við.

Lög um stjórn vatnamála innleiða nýja nálgun í vatnsvernd hér á landi

Lögunum er ætlað að stuðla að sjálfbærri nýtingu vatns og langtímavernd vatnsauðlindarinnar. Umhverfisstofnun leggur nú fram til kynningar tillögu að fyrstu vatnaáætlun fyrir Ísland sem felur í sér stefnumörkun um vatnsvernd. Hluti af vatnaáætlun er aðgerðaáætlun þar sem settar eru fram aðgerðir til að tryggja gott ástand vatns og vöktunaráætlun þar sem markmiðið er m.a. að samræma vöktun á vatni um allt land.

Vatnaáætlun, aðgerðaáætlun og vöktunaráætlun gilda til sex ára í senn.

Gerður er fyrirvari um fjármögnun þeirrar áætlunar sem hér er lögð fram.

Tillögurnar eru kynntar hér á vefnum en einnig liggja tillögur frammi til kynningar á skrifstofu Umhverfisstofnunar.

Ábendingar og athugasemdir skal senda á ust@ust.is merkt „Stjórn vatnamála“ eða til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Frestur til að senda inn ábendingar og athugasemdir eru sex mánuðir eða til og með 15. júní 2021.

Umhverfisstofnun hefur það hlutverk að vinna áætlun um vöktun á ástandi yfirborðsvatns og grunnvatns auk svæða sem njóta verndar

Vöktun er mikilvægur liður í því að fylgjast með ástandi vatns svo að hægt sé að gera áætlanir um úrbætur í þeim tilfellum þar sem vatnshlot nær ekki góðri ástandsflokkun eða eru metin í hættu á að ná ekki um umhverfismarkmiðum (aðgerðarvöktun). Vöktun er jafnframt notuð í þeim tilgangi að fá upplýsingar um grunnástand vatnshlota (yfirlitsvöktun) eða til að vakta tiltekin efni eða gæðaþætti sem grunur liggur á að valdi því að farið er yfir viðmiðunarmörk (rannsóknarvöktun). Tíðni vöktunar er breytileg eftir því hvaða vöktun er verið að framkvæma t.d. er tíðni vöktunar mun þéttari í tilfelli aðgerðarvöktunar samanborið við yfirlitsvöktun. Almennt er gerð sú krafa að notað sé viðurkennt vinnulag við alla framkvæmd vöktunar og ákveðnum stöðlum fylgt til að tryggja samanburðarhæfni niðurstaðna.

Umhverfisstofnun vinnur að gerð vöktunaráætlunar fyrir Ísland

Vöktunaráætlun skal veita heildarsýn á ástand vatnshlota. Vöktunaráætlun skal endurskoða reglulega og eigi sjaldnar en á sex ára fresti. Vöktunaráætlun skal taka til viðeigandi vistfræðilegra, vatnsformfræðilegra og eðlisefnafræðilegra gæðaþátta, svo og til vöktunar á magnstöðu grunnvatns. Nú þegar hefur verið gefin út vöktunaráætlun fyrir Mývatn og er unnið að gerð vöktunaráætlunar fyrir Þingvallavatn. Munu þessar tvær vöktunaráætlanir síðar verða hluti af vöktunaráætluninni fyrir Ísland.

Jafnframt hófst vöktun á forgangsefnum í upphafi árs 2019 en um ræða efni sem eru eitruð og hættuleg. Efnin og efnasamböndin sem um ræðir eru alls 45 og flokkast niður í málma, varnarefni, PAH efni, PBDE efni og mýkingarefni fyrir plast. Lista yfir efnin er að finna í reglugerð nr. 796/1999 um varnir gegn mengun vatns.

Sýnatökur fara fram víðsvegar um land en sýnatökustaðir eru valdir út frá sérstakri aðferðafræði þar sem þeir mynda saman sérstakt vöktunarnet. Vatnssýni eru tekin á eftirfarandi stöðum:

Mývatni, Þingvallavatni, Eiðisvatni, Tjörninni í Reykjavík, Varmá í Ölfusi, Þjórsá, Ölfusá, Í sunnanverðum Faxaflóa vestan við Kjalarnes, Eyjafirði innanverðum, Pollinum í Skutulsfirði og innanverðu Viðeyjarsundi í Reykjavík. Auk þess munu tilheyra þessu vöktunarneti nokkrir sýnatökustaðir sem notaðir hafa verið til að fylgjast með uppsöfnun varasamra efna í kræklingi, svokölluðum OSPAR-stöðvum (Hvassahraun, Hvalfjarðarbotn, innst í Mjóafirði eystri og á Dalatanga).

Áætlanirnar má sjá hér:

Vatnaáætlun
Aðgerðaáætlun
Vöktunaráætlun
Umhverfisskýrsla

Greint er frá þessu inn á vatn.is 

Forsíðumynd er skjáskot af síðu vatn.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search