14.03.2020
Í dag klukkan 12:00 var tekin fyrsta skóflustungan að nýrri slökkvistöð að Heiðarvegi 14 í sól og blíðu.
Það er byggingarverktakinn 2Þ ehf sem annast verkið en þeir eru nú þegar byrjaðir á verkinu, búið er að rífa grindverkið og eru þeir að byrja á skúrunum þar sem dýralæknirinn var til húsa. 2Þ passa vel upp á að flokka allt vel og vandlega jafnóðum og þeir rífa niður.
Það voru Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri, Friðrik Páll Arnfinnsson slökkviliðsstjóri og Kristín Hartmannsdóttir formaður framkvæmda og hafnarráðs ásamt fyrrverandi slökkviliðsstjórunum Ragga Bald og Gústa Óskarssyni sem tóku fyrstu skóflustungurnar í dag.
Tígull ákvað að taka beint myndband frá athöfninni því ákveðið var að auglýsa ekki viðburðin vegna COVID-19
https://www.facebook.com/Tigull.is/videos/1527502090739822/?eid=ARBz8J5RNBGvaCywWukiuZ_MI6OCl2puyr4AJdC3xxSDod9Jllc17LirS6u3_pk86OQ12zQpupcBdhNH