Fyrsta skiptið sem eingöngu konur frumflytja Þjóðhátíðarlagið

Það er óhætt að segja að frumflutningur þjóðhátíðarlagsins í ár fari í sögubækurnar. Lagið „Eyjanótt“ er eftir þær Klöru Elias, sem einnig flytur lagið, og Ölmu Guðmundsdóttur. Er þetta í fyrsta skiptið sem eingöngu konur eru í höfundarteymi lagsins. Ekki nóg með það heldur verða eingöngu konur á sviðinu við frumflutning lagsins á föstudagskvöldi Þjóðhátíðar. Ásamt Klöru Elias á sviðinu verður Kvennakór Vestmannaeyja henni til stuðnings. Við litum við á fyrstu æfingu hjá þeim og Klöru í dag í Tónlistarskóla Vestmannaeyja. „Við erum einfaldlega að deyja úr spenningi að fá að syngja þetta með Klöru fyrir brekkuna,“ sagði Kristín Halldórsdóttir, formaður Kvennakórsins í samtali við Tígul. „Um leið og við heyrðum lagið vaknaði upp hugmyndin að fá að flytja þetta með henni. Ég setti mig því í samband við Klöru og varð hún himinlifandi að heyra í mér. Hún hafði einmitt verið búin að leita, hvort það væri starfandi kvennakór í Eyjum, en fann ekkert. En við fundum svo sannalega hvor aðra og ég eiginlega veit bara ekki hvor okkar er spenntari.“

Eftir að ákveðið var að kórinn skildi syngja á stóra sviðinu í Herjólfsdal kom hins vegar smá babb í bátinn. „Einn kórmeðlima notast við hjólastól og aðgengi að sviðinu er því miður ekki betra en það, að ekki er hægt að komast þar upp í hjólastól,“ sagði Kristín. „Við Klara og allar hinar stelpurnar í kórnum erum hins vegar harðákveðnar í því að hún verði með. Björgunarfélag Vestmannaeyja er komið í málið og þá eru nú allar líkur á að þetta reddist,“ sagði Kristín og hló.

Nánar verður spjallað við Kristínu í Þjóðhátíðarblaði Tíguls sem dreift verður í öll hús og rúmlega það korter í Þjóðhátíð.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search