Fyrsta lundapysjan fannst í nótt

„Fyrsta pysjan fannst í nótt við Kertaverksmiðjuna. Það var Halla Kristín Kristinsdóttir sem fann pysjuna og lét okkur vita. Á myndinni er Jóna Hjördís með pysjunni.“ Þetta kemur fram á Facebook síðu Pysjueftirlitsins.
„Nú hefur verið opnað fyrir skráningu pysja á lundi.is. Endilega skráið pysjurnar ykkar þar, hvort sem þær eru viktaðar eða ekki.“

Það er því ekki vitlaust að rifja upp pysjuleitartaktana en ný verið gaf Pysjueftirlitið út myndband og má sjá það hér að neðan. Þar sem farið er yfir helstu atriði sem hafa ber í huga við pysjubjörgun. Það er sérstaklega gert með börn í huga.

Fyrir heimamenn er líklega flest sem þarna kemur fram mjög kunnuglegt enda alvanir pysjubjörgun. Gott er þó fyrir ungt og efnilegt björgunarfólk að kynna sér málin.
Þeir sem koma til Eyja að taka þátt í pysjubjörgun í fyrsta sinn þurfa oft á tíðum að fá leiðbeiningar um hvernig best er að bera sig að og þá ætti myndbandið að koma að góðum notum. Vestmannaeyjabær veitti styrk til verkefnisins úr “Viltu hafa áhrif” og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search