Föstudagur 1. desember 2023

Fyrsta loðnulöndunin í tæplega þrjú ár

Á laugardaginn síðasta landaði grænlenska skipið Polar Amaroq tæplega 700 tonnum af frystri loðnu á Eskifirði.

Síldarvinnslan.is greindi frá því að starfsmenn Tandrabergs ehf. hófu löndunina snemma um morguninn og lauk henni um kvöldið. Þessi loðnulöndun markar tímamót því hún er sú fyrsta hér á landi í tæplega þrjú ár.

Polar Amaroq fékk aflann í hinu svonefnda trollhólfi austur af landinu. Aflinn fékkst að mestu í þremur holum en fyrsta holið var tekið í mjög slæmu veðri og gaf einungis 20-30 tonn. Loðnan sem veiddist var hin fallegasta og voru um það bil 40 stk. í kílóinu. Nokkur áta var í loðnunni.

Skipstjóri á Polar Amaroq í veiðiferðinni var Sigurður Grétar Guðmundsson og segir hann það afar góða tilfinningu að vera farinn að veiða loðnu á ný.

Polar Amaroq hélt á ný til veiða strax að löndun lokinni. Þegar haft var samband við skipið í morgun var það búið að taka eitt 300 tonna hol og var unnið að frystingu um borð af fullum krafti.

Fyrsta loðnulöndun á Íslandi í tæplega þrjú ár. Ljósm. Sigurður Grétar Guðmundsson

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is