Eyjapeyinn Smári Harðarson ásamt Marzenu kærustu sinni opnuðu í gær fyrstu Ketó netverslun á Íslandi – ketoiceland.is
Við bæði höfum ástríðu fyrir heilsusamlegu lífi að öllu leyti, hreyfing, hreint og heilbrigt mataræði og að njóta lífsins.
Við finnum að við höfum fundið okkar rétta farveg. Okkar draumur um gott form bæði á líkama og sál var ekki lengur draumur heldur staðreynd. Það er frábær tilfinning að ná sínum markmiðum.
Líkaminn er musteri okkar og þurfum við því að hugsa vel um hann. Við erum sannfærð um að ketó og lágkolvetna lífsstíllinn hafi breytt okkar lífi og er frábært mataræði fyrir þá sem eru búnir að ganga í gegnum allar heilsustefnur og strauma í gegnum tíðina.
Við teljum okkur hafa þekkingu og reynslu og langar að deila því með öðrum, þess vegna stofnuðum við Ketoiceland. Við erum ekki næringarfræðingar en byggjum okkar þekkingu frá langri reynslu okkar. Við bjóðum þig velkominn að ganga til liðs við okkur og prufa okkar vörur.
Við lofum þér þremur hlutum ef þú kaupir okkar vörur : hreint, náttúrulegt og sykurlaust/sykurlítið segja Smári og Marzena í stuttu spjalli við Tígul.
Síðan þeirra er ketoiceland.is
