Fimmtudagur 21. september 2023
Herjólfur - Tígull

Fyrsta fundi lokið í samningsviðræðum milli Herjólfs og Sjómannafélags Íslands

13.08.2020

Í morgun var í fyrsta sinn komið saman eftir að viðræðum var slitið, en þetta fyrsti fundurinn síðan Sjómannafélag Íslands aflýsti verkfalli í síðasta mánuði. 

„Við ætl­um að hitt­ast aft­ur á þriðju­dag­inn og þangað til ætl­um við að skipt­ast á gögn­um,“ seg­ir Jón­as Garðars­son, formaður samn­inga­nefnd­ar Sjó­manna­fé­lags Íslands, í sam­tali við mbl.is. Samn­inga­nefnd­ir Herjólfs ohf. og Sjó­manna­fé­lags­ins funduðu í kjara­deilu skip­verja Herjólfs í morg­un eft­ir hlé.

Viðræður áttu að hefjast 23. júlí en var frestað fram yfir versl­un­ar­manna­helgi. Sam­komu­lag hef­ur þó náðst um viðræðuáætlun og inni­held­ur hún meðal ann­ars umræður um starf­lýs­ingu þerna og há­seta, starfs­ald­ur­hækk­an­ir og launa­hækk­an­ir miðað við lífs­kjara­samn­ing­inn. Þá er stefnt að því að koma á hvíld­aráætl­un í sam­ræmi við alþjóðalög.

Stefnt var að því að viðræðum verði lokið fyr­ir mánu­dag­inn 17. ág­úst en næsti fund­ur verður eins og áður seg­ir á þriðju­dag­inn 18. ág­úst.

„Maður veit aldrei neitt um það – það verður bara að koma í ljós,“ seg­ir Jón­as spurður að því hvort að aðilar hafi þokast nær sam­komu­lagi á fund­in­um í morg­un.

Grein er frá þessu á mbl.is

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is