03.01.2020 kl 17:15
Farþegar athugið – Viðvörun fyrir 4 janúar (fyrri part dags).
Appelsínugul viðvörun hefur verið gefin út fyrir Suðurland í fyrramálið. Í ljósi þess og miðað við sjó- og veðurlag er fyrirséð að fyrsta ferð í fyrramálið kl. 07:00 fellur niður. Veðurspáin er með þeim hætti að hvorugur Herjólfur getur siglt.
Gert er ráð fyrir að siglt verði kl. 17:00 frá Vestmananeyjum til Þorlákshafnar á morgun og í kjölfarið frá Þorlákshöfn kl 20:45.
Minnum á ferðir Herjólfs í kvöld, 3 janúar til Landeyjahafnar
Brottför frá Vestmannaeyjum kl 19:30, 22:00 og kl 00:00 er aukaferð
Brottför frá Landeyjahöfn kl 20:45, 23:15 og kl 00:50 er aukaferð
Halldór Ben á forsíðumyndina