23.08.2020
Herjólfur var hlaðinn í fyrsta sinn í Landeyjarhöfn í gær og fór því fyrstu ferðina til Vestmannaeyja eingöngu á hleðslu.
Elís Jónsson, vélstjóri á Herjólfi segir í facebook færslu að sumir dagar séu einfaldlega betri en aðrir. „Fyrr í dag náðum við merkilegum áfanga með því að hlaða í fyrsta skipti Herjólf í Landeyjahöfn. Nú erum við í fyrstu ferð á leið heim eingöngu á hleðslu úr landi, sem sagt engin olía.”
Myndskeið frá áfanganum í dag má sjá hér að neðan.