Miðvikudagur 24. apríl 2024
grv

Fyrsta aðgerðaáætlun nýrrar menntastefnu kynnt

Fyrsta aðgerðaáætlun nýrrar menntastefnu hefur verið lögð fram

Aðgerðaáætlunin er unnin á grundvelli ályktunar Alþingis frá 24. mars sl. og var nú var hún unnin innan þess 6 mánaða tímafrests sem Alþingi ákvað. Að baki henni var umfangsmikið samráð og greiningarvinna sem staðið hefur yfir frá árinu 2018.

Markmið þeirrar vinnu var að skýra sýn á þróun og uppbyggingu íslenska menntakerfisins til framtíðar í ljósi þeirra áskorana sem það mætir, m.a. vegna örra samfélags- og tæknibreytinga. Í fyrstu aðgerðaáætluninni eru 9 meginaðgerðir tilgreindar en þær snerta á þeim fimm stoðum sem ný menntastefna hvílir á; jöfnum tækifærum fyrir alla, kennslu í fremstu röð, hæfni fyrir framtíðina, vellíðan í öndvegi og gæði í forgrunni.

Meginaðgerðir í fyrstu aðgerðaáætlun eru:

• Heildstæð skólaþjónusta byggð á þrepaskiptum stuðningi sem styður við nám og farsæld barna og ungmenna.
• Skólaþróun um land allt.
• Markviss stuðningur við nemendur með fjölbreyttan tungumála- og menningarbakgrunn.
• Fjölgun kennara með leyfisbréf.
• Hæfni fagstétta í skólastarfi.
• Gagnrýnin hugsun, sköpun og skilningur.
• Mótun hæfnistefnu Íslands í virku samráði.
• Raddir unga fólksins – virkt nemendalýðræði á öllum skólastigum.
• Vönduð náms- og kennslugögn fyrir allt menntakerfið

Meðal mikilvægustu áherslusviða sem horft var til eru annars vegar að styrkja grunnmenntun og leita leiða til þess að auka vellíðan og árangur nemenda á fyrstu skólastigunum og hins vegar að bæta og aðlaga þá hæfni sem samfélagið í heild sinni þarfnast til þess mæta áskorunum nútímans og framtíðarinnar. Menntastefna er veigamikill hluti í þróun hæfnistefnu Íslands, það er að segja kortlagningar þeirrar hæfni sem samfélagið þarf að búa yfir til að nýta mannauð sinn og aðrar auðlindir sem best, til að tryggja samkeppnishæfni og lífsgæði borgaranna.

Unnið er að skilgreiningu mælikvarða og útfærslu einstakra verkþátta aðgerðanna. Innleiðingu menntastefnunnar verður skipt í þrjú tímabil og verður áætlun lögð fram við upphaf hvers þeirra.

Í ráðgefandi stefnuhópi sem unnu að mótun aðgerðaáætlunarinnar í sumar voru:

Arnór Guðmundsson, Menntamálastofnun
Derek Allen, Landsambandi íslenskra stúdenta
Fanney Dóróthea Halldórsdóttir, Grunni – félagi fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa
Hildur Björgvinsdóttir, Sambandi íslenskra framhaldsskólanema
Hrafnhildur Hallvarðsdóttir, Skólameistarafélagi Íslands
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, Samtökum atvinnulífsins
Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Samstarfsnefnd háskólastigsins
Ragnar Þór Pétursson, Kennarasambandi Íslands
Renata Emilsson Peskova, Móðurmáli – samtökum um tvítyngi
Sigrún Edda Eðvarðsdóttir, Heimili og skóla – Landsamtökum foreldra
Svandís Ingimundardóttir, Sambandi íslenskra sveitarfélaga
Tryggvi Thayer, sérfræðingur í framtíðarkennslu

Fyrsta aðgerðaáætlun Menntastefnu til ársins 2030.

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search