Fyrst til að hlaupa maraþon í Vestmannaeyjum – myndir og myndband

Í morgun fór af stað hópur hlaupara og þrír af þeim með það markmið að hlaupa rúmlega tvo puffin run hringi sem er þá heilt maraþon 42,2 km

Er það í fyrsta sinn sem heilt maraþon svo vitað er til sé hlaupið  i Vestmannaeyjum.

Friðrik Benediktsson eða Frikki eins og við köllum hann var fyrstu til að klára maraþonið. Tígull óskar Frikka innilega til hamingju með þennan áfanga.

Sigurjón Ernir Sturluson eigandi Ultraform og Kata Laufey eigandi Leturstofunnar standa fyrir hlaupaferðum til Vestmannaeyja og fannst þeim tilvalið að byrja á því að klára maraþonið í fyrstu hlaupaferð. Það voru þau Sigurjón Ernir, Friðrik og Marí sem tóku heilt maraþon. Restin af hópnum lét duga að fara einn Puffin Run hring sem eru 20 km sem er mjög vel gert.

Þið ykkar sem hafið hug að taka þátt í ævintýralegri hlaupahelgi í Vestmannaeyjum getið sent skilaboð á ultraform@ultraform.is

Íris Róbertsdóttir, Friðrkik Benediktsson og Magnús Bragason
Frystu þrjú til að klára heilt maraþon í Vestmannaeyjum, Friðkik sá fyrsti, Sigurjón Ernir annar og Mari fyrst kvenna.
Íris, Sigurjón og Magnús
Hópurinn sem fór part eða heilan já og tvo puffin run hring í dag.

 

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search