Þriðjudagur 5. desember 2023

Fyrirlestur með Sigurjónir Erni Sturlusyni þann 8.maí í Eldheimum kl 21

03.05.2020

Föstudaginn 8. maí næst komandi verður Sigurjón Ernir Sturluson íþróttafræðingur, Boot Camp-þjálfari, einkaþjálfari, hlaupari og áhugamaður um hreyfingu og mataræði með fyrirlestur í Eldheimum kl. 21:00 – 22:00 í boði Eyjaskokk hópsins.

ATH – til að tryggja sér sæti þarf að senda póst á katalaufey@tigull.is því aðeins 50 manns komast að þá með Sigurjóni.

Hér er góð kynning á Sigurjóni en DV tók viðtal við hann þann 13.apríl 2020

Sigurjón Ernir Sturluson er afreksíþróttamaður, þjálfari og faðir. Hann hefur bullandi áhuga á hreyfingu og næringu, enda þarf hann að vera með þau atriði á hreinu til að geta hlaupið 128 kílómetra fjallahlaup með 7.500 metra hækkun.

En hvað borðar maður sem þarf að hafa orkuna í hámarki? Ef þú vilt vita hvað maðurinn sem getur hlaupið 128 kílómetra í senn, æfir tvisvar á dag og fer í ísbað á kvöldin, þá skaltu halda áfram að lesa.

Hefðbundinn dagur

Hefðbundinn dagur í lífi Sigurjóns Ernis er vel skipulagður enda nóg að gera. Hann starfar sem markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Sportvörum og heldur úti Fjarþjálfun Sigurjóns Ernis. Við báðum hann um að lýsa venjulegum degi í sínu lífi.

„Eftir að ég eignaðist dóttur mína, Líf Sigurjónsdóttur, þá leyfi ég mér að sofa aðeins lengur en áður fyrr. Svefninn er án efa okkar mikilvægasta athöfn. Ég fer í háttinn klukkan 22:00 og vakna yfirleitt á milli 6:30-7:00. Ég reyni að ná góðum teygjum með kaffibollanum og blaðinu á morgnanna. Á sama tíma reyni ég að gera ungu dömuna klára í leikskólann. Eftir að sú stutta er komin í leikskólann reyni ég að ná stuttri æfingu sem er yfirleitt interval hlaupaæfing eða hjól með laufléttu styrktarsetti í lokin,“ segir Sigurjón Ernir.

Sigurjón vinnur í Sportvörum á milli 9-17:00 og tekur yfirleitt aðra æfingu rétt fyrir kvöldmat. Eftir kvöldmat vinnur hann í fjarþjálfunarrekstri sínum og endar síðan daginn á 3-4 mínútna ísbaði.

„Ég er með kaldan pott heima. Ísbaðið hjálpar mér með endurheimt og betri svefn.“

Einn fremsti Spartan-hlaupari Íslands

Sigurjón Ernir er með fremri fjallahlaupurum á Íslandi og er einn fremsti Spartan-hlaupari landsins. Spartan-hlaup snúast um að hlaupa ákveðna vegalengd og klára ýmsar krefjandi hindranir og þrautir í gegnum hlaupið.

„Mín keppnishlaup eru allt frá 5 km götuhlaupi yfir í 128 kílómetra fjallahlaup með mikilli hækkun. Spartan-hlaupin eru allt frá 8-12 kílómetrar með 15-25 hindrunum til 50+ kílómetrar með yfir 60 hindrunum,“ segir hann.

Fastar í sólarhring í hverri viku

„Ég hef lengi notast við föstur í minni daglegu rútínu og notast við form af föstu sem er kallað 16/8. Þá borða ég ekkert milli 20:00-12:00 og borða svo fjórar máltíðir á milli 12-20:00. Ég hef einnig bætt við 24 klukkustunda föstu alltaf einu sinni í viku frá sunnudagskvöldi til mánudagskvölds. Yfir daginn er ég að innbyrða um 3.000-3.500 kaloríur. Ég er grænmetisæta í dag og hef verið það í þrjú ár. Ég legg áherslu á að borða holl matvæli og passa að fá nóg af próteini og fitu í gegnum mitt mataræði. Ég tek einnig vítamín úr Terranova línunni hjá Heilsu ehf og Foodspring bætiefni, en áherslan á mína næringu liggur alltaf í mataræðinu og matvælum.“

Uppáhalds máltíð

„Það er engin ákveðin máltíð mín uppáhaldsmáltíð. Ég reyni að hafa fjölbreytni og hollustu í fyrirrúmi. En mín uppáhalds svindlmáltíð er sennilega fjögurra osta pítsa sem er oftar en ekki líka fyrir valinu hjá mér kvöldið fyrir krefjandi keppni, mikil orka í slíkri máltíð. En fastan hefur hjálpað mér að þjálfa líkamann í að þola stórar og orkumiklar máltíðir sem er mikill kostur fyrir ultra hlaup. Þar sem mikilvægasti hlutinn af keppninni er að næra sig vel í gegnum hlaupið.“

Þetta borðar Sigurjón Ernir á venjulegum degi:

Morgunmatur:

„Ég hef bara ekki borðað morgunmat í nokkur ár og aldrei verið betri, minn morgunmatur er 300-500ml af vatni og góður kaffibolli, ef ég tek ekki vatnsföstu.“

Hádegismatur:

„Hafragrautur með grófum höfrum, chia fræjum, sólblómafræjum, hampfræjum, hnetumixi, 3 teskeiðar af grófu hnetusmjöri og Foodspring próteindufti. Einnig verður oft góður réttur á Spírunni fyrir valinu.“

Millimál:

„330 ml kolvetnaskert hleðsla með tveimur lágkolvetna brauðsneiðum með smjöri og osti. Eða hleðsla og hreint skyr með hnetumixi og chia fræjum.“

Millimál nr. 2:

„Foodspring prótein út í 330 ml möndlumjólk og banani + Foodspring próteinstykki.“

Kvöldmatur:

„Orkumikið salat með Terranova Life Drink út á. Eftirréttur er oftar en ekki grísk jógúrt með próteini og dass af hnetumixi.“

Sigurjón deilir hér uppskriftinni að orkumikla salatinu:

Hráefni:

  • Bygg
  • Tófú (eða annað sojakjöt)
  • Ferskt grænmeti
  • Hnetur
  • Vínber
  • Edamame-baunir
  • Avókadó
  • Mæjónes
  • Terranova Life drink

Aðferð:

Fyrst sýð ég bygg í potti í 45 mínútur, sýð yfirleitt mikið magn til að eiga. Um leið steiki ég tófú á pönnu í nokkrar mínútur.

Á meðan sker ég ferska grænmetið og blanda því í skál með salati og bæti við hnetum og fræjum. Að lokum bæti ég mæjónes og Terranova Life Drink út á og borða með bestu list.

Það er hægt að fylgjast með Sigurjóni Erni á samfélagsmiðlum.

Instagram: @sigurjonernir
Snapchat: @sigurjon1352
Facebook: Fjarþjálfun Sigurjóns Ernis

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is