bær

Fyrirkomulag íbúafundar í dag, kl 17:30

Í dag verður haldinn Íbúafundur þar sem niðurstöður þjónustukönnunar Gallup verða kynntar

Fundurinn verður haldinn með fjarfundarbúnaði Zoom og er öllum íbúum Vestmannaeyja heimil þátttaka á fundinum.
Til þess að taka þátt þá þarf að sækja Zoom hugbúnaðinn, en nálgast má hann á slóðinni: https://zoom.us/download
Til að tryggja gott aðgengi að fundinum þá eru þátttakendur beðnir um að koma sér upp hugbúnaðinum í tíma og útbúa aðgang að Zoom
Tilvísnu (linkur) á fundinn verður settur á vef Vestmannaeyjabæjar
Einnig verður hægt að fylgjast með kynningu á niðurstöðum þjónustukönnun Gallup könnunarinnar á YouTube (youtube.com). Ekki er hægt að taka þátt í umræðum sem eiga sér stað á sérstökum umræðuborðum eftir kynninguna í gegnum YouTube.

Dagskrá fundarins:

 • 17:30 – 17:50 Kynning á þjónustukönnun Gallup – Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri. Bein útsending á YouTube og Zoom
 • 17:50 – 18:25 Umræður um niðurstöður könnunarinnar og stöðu sveitarfélagsins í einstökum málaflokkum. Þeir sem að tengjast fundinum í gegnum Zoom geta valið umræðuborð og tekið þátt í umræðum. Athugið að ekki verður sent út frá umræðuborðunum.
 • 18:25 – 18:30 Samantekt. Bein útsending á YouTube og Zoom

Þátttakendur á Zoom eru minntir á eftirfarandi:

 • Þegar þið tengist fundinum þá komið þið með slökkt á hljóði og mynd.
 • Forritið stillir það þannig. Vinsamlegast hafði það þannig.
 • Ekki er ætlast til að neinn sé í mynd eða með kveikt á hljóðnema, nema sá sem fer með kynninguna.
 • Útsendingarstjóri hefur heimild til að slökkva á hljóði og mynd þeirra sem ekki virða þessi tilmæli.
 • Þegar kemur að því að umræðuherbergin verði opnuð (e. Break out rooms) þá birtast kassar vinstra megin efst í glugganum í Zoom þar sem að þið getið valið ykkur umræðuherbergi.
 • Hægt er að velja herbergi eftir áhugasviði, en athugið að það er ekki hægt að fara á milli umræðuherbergja.
 • Umræðutími er áætlaður 35 mínútur. Í umræðuherbergjunum er ætlast til að þáttakendur séu í mynd, sé þess kostur og kveikt á hljóðnema.
 • Að loknum umræðum færast þáttakendur sjálfkrafa aftur inn í aðallrýmið þar sem bæjarstjóri flytur stutta samantekt og slítur fundi.
 • Þá er ætlast til þess að þáttakendur séu hvorki í mynd né með kveikt á hljóðnema.

Þessi hluti verður einnig sendur út beint á YouTube.

Hægt er að senda fyrirspurnir á ráðin í gegnum póstföng ráðanna:
Bæjarráð: baejarrad@vestmannaeyjar.is
Fræðsluráð: fraedslurad@vestmannaeyjar.is
Fjölskyldu- og tómstundaráð: fjolskyldu_og_tomstundarad@vestmannaeyjar.is
Umhverfis- og skipulagsráð: umhverfis_og_skipulagsrad@vestmannaeyjar.is
Framkvæmda- og hafnarráð: framkvaemda_og_hafnarrad@vestmannaeyjar.is
Forsíðumynd: Halldór B. Halldórsson

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

 • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
 • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
 • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
 • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
 • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
 • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is
Search