Fyrir og eftir Covid

Samfélagið er þessa dagana í fastri hliðarlegu og undirritaður hefur ekki farið varhluta af því frekar en aðrir. Erfitt er að neita því að um sögulega tíma er að ræða og að samheldnin og samstaðan í samfélaginu um að vernda okkar viðkvæmustu bræður og systur verið mögnuð. 
Við þekkjum öll frasann „fyrir og eftir gos“, þar sem við vísum gjarnan í muninn á samfélaginu fyrir og eftir jarðhræringarnar 1973. Við erum þegar byrjuð að greina að samfélagið verður ekki samt að þessu loknu. Atvinnulífið er þegar farið upplifa deyfð hér líkt og annars staðar, aðallega í ferðaþjónustu og almennri þjónustu og það mun verða mörgum erfitt. Það væri því ekki óeðlilegt að á landsvísu yrði rætt um „fyrir og eftir COVID“.


Ljósleiðari gerir okkur samkeppnishæf

Nú er brýnna en áður að flýta uppbyggingu ljósleiðarakerfis í Eyjum. Ekki aðeins til þess að styrkja fyrirtækin sem eru hér fyrir heldur einnig til að auka tækifæri fyrir nýja aðila og flýta fyrir frekari nýsköpun t.d. á sviði sjávarútvegs. 


Varaafl og aðgengi að orku í Vestmannaeyjum

Eins og öllum er ljóst eru orkumálin okkar hér í Eyjum í lamasessi og sást það vel í óveðrunum á haustmánuðum. Varaafl nægir varla fyrir notkun íbúa, hvað þá atvinnulífinu og úrbætur því nauðsynlegar sérstaklega núna þegar við þurfum að reiða okkur enn meira á sjávarútveginn.

Nánast á pari við samgöngu- og heilbrigðismál

Ég tel að orkumálin og ljósleiðaravæðing séu ekki síður mikilvæg okkur en þau svokölluðu stóru mál. Sjaldan hefur verið jafn mikil þörf fyrir að tryggja góðan jarðveg fyrir fyrirtækin og nýsköpun og nú og sú þörf mun bara aukast. Allt þetta vinnur svo saman og þarf til að jafn afmarkað samfélag og okkar vaxi áfram og dafni.


Rafrænir laugardagsfundir Sjálfstæðisflokksins laugardagsmorgna kl. 11:00

Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið vikulega rafræna laugardagsfundi á facebook síðu sinni eftir að faraldurinn gerði vart við sig og hefur þátttaka í þeim farið fram úr björtustu vonum. Við munum halda áfram að ræða málin sem skipta okkur máli og ofangreind mál munu detta inn á málaskrána á næstu vikum. Fylgist með.

Höfundur er formaður Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja

Auglýsingar í blaðið

Skil á auglýsingum er í hádeginu á mánudögum.  Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:

  • Heilsíða 170 x 240 mm + 3 mm blæðing 
  • Hálfsíða 170 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Kvartsíða 84 x 120 mm + 3 mm blæðing
  • Renningur 170 x 60 mm + 3 mm blæðing
  • Kubbur 84 x 59 mm + 3 mm blæðing
 
Hafðu samband fyrir verð tigull@tigull.is eða í síma 856-4250

Auglýsingar á vefinn

Auglýsingar sendist á tigull@tigull.is Stærðirnar eru:
  • Stór banner – þver yfir síðuna 1018 x 360 px
  • Auglýsing hægra megin 310 x 400 px
Hægt er að skoða aðrar stærðir – endilega sendið okkur póst á tigull@tigull.is